Íslendingar geta mætt risaliðum í Þjóðadeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2018 07:30 Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Með tilkomu þessarar nýju keppni fækkar vináttulandsleikjum til muna og keppnisleikjum fjölgar.Drátturinn í Þjóðadeildina verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 10.40. Búið er að skipta 55 Evrópuþjóðum niður í fjórar deildir en skiptingin réðst af landsliðsstuðli UEFA eftir undankeppni HM 2018. Tólf lið eru í A- og B-deild, 15 lið í C-deild og 16 lið í D-deild. Íslenska karlalandsliðið er í A-deild þar sem leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum. Leikið er heima og heiman. Tveir leikir fara fram í september næstkomandi, tveir í október og tveir í nóvember. Íslenska liðið verður í potti 3 ásamt Póllandi, Króatíu og Hollandi þegar dregið verður í dag. Heimsmeistarar Þýskalands, Evrópumeistarar Portúgals, Belgía og Spánn eru í potti 1 og í potti 2 eru Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Það er því ljóst að strákarnir okkar fá verðug verkefni í þessari nýju keppni sem er búin að vera í nokkur ár í burðarliðnum hjá UEFA. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild komast áfram í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem fer fram í júní á næsta ári. Eitt af þessum liðum sér um að halda þá keppni. Þar verða leiknir tveir undanúrslitaleikir, úrslita- og bronsleikur. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra í A-deild falla niður í B-deild fyrir Þjóðadeildina 2020-21. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna í B-deild. Þjóðadeildin gefur einnig fjögur sæti í lokakeppni EM 2020, eitt sæti fyrir hverja deild. Þetta eykur möguleika lakari liða Evrópu á að komast í lokakeppni EM. Hefðbundin undankeppni EM verður leikin 2019, frá mars til nóvember, og komast 20 lið í lokakeppnina í gegnum hana. Þau lið sem hafa ekki enn tryggt sér sæti í lokakeppninni fá annan möguleika á því í gegnum umspil. Fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar keppa sín á milli um síðustu fjögur lausu sætin á EM. Umspilið fer fram í mars 2020. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira
Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Með tilkomu þessarar nýju keppni fækkar vináttulandsleikjum til muna og keppnisleikjum fjölgar.Drátturinn í Þjóðadeildina verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 10.40. Búið er að skipta 55 Evrópuþjóðum niður í fjórar deildir en skiptingin réðst af landsliðsstuðli UEFA eftir undankeppni HM 2018. Tólf lið eru í A- og B-deild, 15 lið í C-deild og 16 lið í D-deild. Íslenska karlalandsliðið er í A-deild þar sem leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum. Leikið er heima og heiman. Tveir leikir fara fram í september næstkomandi, tveir í október og tveir í nóvember. Íslenska liðið verður í potti 3 ásamt Póllandi, Króatíu og Hollandi þegar dregið verður í dag. Heimsmeistarar Þýskalands, Evrópumeistarar Portúgals, Belgía og Spánn eru í potti 1 og í potti 2 eru Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Það er því ljóst að strákarnir okkar fá verðug verkefni í þessari nýju keppni sem er búin að vera í nokkur ár í burðarliðnum hjá UEFA. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild komast áfram í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem fer fram í júní á næsta ári. Eitt af þessum liðum sér um að halda þá keppni. Þar verða leiknir tveir undanúrslitaleikir, úrslita- og bronsleikur. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra í A-deild falla niður í B-deild fyrir Þjóðadeildina 2020-21. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna í B-deild. Þjóðadeildin gefur einnig fjögur sæti í lokakeppni EM 2020, eitt sæti fyrir hverja deild. Þetta eykur möguleika lakari liða Evrópu á að komast í lokakeppni EM. Hefðbundin undankeppni EM verður leikin 2019, frá mars til nóvember, og komast 20 lið í lokakeppnina í gegnum hana. Þau lið sem hafa ekki enn tryggt sér sæti í lokakeppninni fá annan möguleika á því í gegnum umspil. Fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar keppa sín á milli um síðustu fjögur lausu sætin á EM. Umspilið fer fram í mars 2020.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vildi hvergi annarsstaðar spila Enski boltinn Fleiri fréttir Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Sjá meira