Norður-Kórea sakar Bandaríkin um að ljúga um hergagnasendingar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Norður-Kóreumenn segjast við öllu búnir. vísir/afp Bandaríkjamenn senda hergögn til Kóreuskaga undir fölsku flaggi og þykjast vera að gera það vegna væntanlegra Vetrarólympíuleika. Um þetta sakaði Han Tae Song, sendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjamenn á afvopnunarfundi í svissnesku borginni Genf í gær. „Hætta er á að hergagnasendingar Bandaríkjamanna dragi úr jákvæðri þróun samskipta ríkjanna á Kóreuskaga og jafnvel leiði okkur í átt að hörðum átökum,“ bætti Han við. Sagði hann einnig að kjarnorkutilraunir síðasta árs hefðu sýnt fram á að einræðisríkið væri kjarnorkuveldi. Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu vetnissprengju í fyrra og hefur ítrekað hótað að ráðast á Bandaríkin, einkum á eyjuna Gvam. Tilraunir ríkisins brjóta í bága við skilyrði sem öryggisráð SÞ hefur sett Norður-Kóreumönnum. Þá er vert að taka fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað einræðisríkinu „eldi og brennisteini“ til baka. „Ég get stoltur sagt frá því að Alþýðulýðveldið Kórea býr yfir kjarnorkuvopnabúri sem er hægt að beita í gagnárás gegn Bandaríkjunum og býr yfir miklum fælingarmætti sem kemur í veg fyrir að Bandaríkjamenn hefji ævintýralegt stríð.“ Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum, sagði af og frá að Bandaríkin viðurkenndu Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. „Ef norðrið vill að því sé tekið aftur opnum örmum af alþjóðasamfélaginu vita yfirvöld hvað þarf að gera. Það þarf að stíga skref í átt til þess að gera Kóreuskaga algerlega kjarnorkuvopnalausan.“ Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Bandaríkjamenn senda hergögn til Kóreuskaga undir fölsku flaggi og þykjast vera að gera það vegna væntanlegra Vetrarólympíuleika. Um þetta sakaði Han Tae Song, sendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjamenn á afvopnunarfundi í svissnesku borginni Genf í gær. „Hætta er á að hergagnasendingar Bandaríkjamanna dragi úr jákvæðri þróun samskipta ríkjanna á Kóreuskaga og jafnvel leiði okkur í átt að hörðum átökum,“ bætti Han við. Sagði hann einnig að kjarnorkutilraunir síðasta árs hefðu sýnt fram á að einræðisríkið væri kjarnorkuveldi. Norður-Kórea sprengdi sína fyrstu vetnissprengju í fyrra og hefur ítrekað hótað að ráðast á Bandaríkin, einkum á eyjuna Gvam. Tilraunir ríkisins brjóta í bága við skilyrði sem öryggisráð SÞ hefur sett Norður-Kóreumönnum. Þá er vert að taka fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað einræðisríkinu „eldi og brennisteini“ til baka. „Ég get stoltur sagt frá því að Alþýðulýðveldið Kórea býr yfir kjarnorkuvopnabúri sem er hægt að beita í gagnárás gegn Bandaríkjunum og býr yfir miklum fælingarmætti sem kemur í veg fyrir að Bandaríkjamenn hefji ævintýralegt stríð.“ Robert Wood, fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum, sagði af og frá að Bandaríkin viðurkenndu Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi. „Ef norðrið vill að því sé tekið aftur opnum örmum af alþjóðasamfélaginu vita yfirvöld hvað þarf að gera. Það þarf að stíga skref í átt til þess að gera Kóreuskaga algerlega kjarnorkuvopnalausan.“
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira