Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Sveinn Arnarsson skrifar 24. janúar 2018 05:00 Landlæknisembættið rannsakar hvort banamein konunnar megi tengja við magaermaraðgerð sem konan fór í í febrúarmánuði árið 2017. vísir/anton brink Kona á fertugsaldri lést fyrr á þessu ári á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas. Andlát konunnar er nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis eftir að Landspítalinn tilkynnti andlátið. Eigandi Gravitas segist ekkert vita um málið annað en að konan hafi verið lögð inn á Landspítalann vegna aðgerðarinnar. Konan fór í svokallaða magaermaraðgerð í lok febrúar í fyrra. Auðun Sigurðsson, læknir og eigandi fyrirtækisins Gravitas, segir konuna hafa fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar sem hafi síðan gengið til baka eftir meðferð. Hann svaraði því ekki hvers eðlis hliðarverkunin væri eða hversu algeng.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.„Því miður hef ég engar upplýsingar um þetta mál frá Landspítalanum. Hún fór í aðgerð í febrúar 2017 hjá okkur og fékk þekkta hliðarverkun sem virtist ganga til baka eftir meðferð,“ segir Auðun í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Um miðjan nóvember tók þetta sig upp og hún var lögð inn á Landspítala til meðferðar þar. Ekki var leitað til okkar um ráð eða aðstoð. Við höfum engar upplýsingar um meðferðina á Landspítala.“ Einstaklingar sem ákveða að undirgangast aðgerðir af þessu tagi greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð, sem Gravitas býður líka upp á, kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð, eins og sú sem konan fór í, kostar hálfa aðra milljón króna. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75 til 80 prósent. Maginn verður eins og ermi eða banani í laginu. Fyrirtækið Gravitas framkvæmir aðgerðirnar. Gerðar voru um 330 magabands- og magaermaraðgerðir árið 2016 og svipaður fjöldi í fyrra. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök mál þegar eftir því var leitað. Hins vegar væri það verkefni spítalans að sinna öllu því veika fólki sem inn til hans kæmi, hvaðan sem orsök meina þeirra væri komin. Óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu skal tafarlaust tilkynnt til landlæknisembættisins sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Enn fremur segir í lögum að landlæknir skuli rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja að slíkt eigi sér ekki aftur stað. Veita skal landlækni þær upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg við rannsókn málsins. Þær upplýsingar fengust frá Embætti landlæknis að Landspítalinn hefði tilkynnt andlát konunnar til embættisins og er það nú í rannsókn. Að öðru leyti getur embættið ekki veitt upplýsingar um einstök mál. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Kona á fertugsaldri lést fyrr á þessu ári á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas. Andlát konunnar er nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis eftir að Landspítalinn tilkynnti andlátið. Eigandi Gravitas segist ekkert vita um málið annað en að konan hafi verið lögð inn á Landspítalann vegna aðgerðarinnar. Konan fór í svokallaða magaermaraðgerð í lok febrúar í fyrra. Auðun Sigurðsson, læknir og eigandi fyrirtækisins Gravitas, segir konuna hafa fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar sem hafi síðan gengið til baka eftir meðferð. Hann svaraði því ekki hvers eðlis hliðarverkunin væri eða hversu algeng.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.„Því miður hef ég engar upplýsingar um þetta mál frá Landspítalanum. Hún fór í aðgerð í febrúar 2017 hjá okkur og fékk þekkta hliðarverkun sem virtist ganga til baka eftir meðferð,“ segir Auðun í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Um miðjan nóvember tók þetta sig upp og hún var lögð inn á Landspítala til meðferðar þar. Ekki var leitað til okkar um ráð eða aðstoð. Við höfum engar upplýsingar um meðferðina á Landspítala.“ Einstaklingar sem ákveða að undirgangast aðgerðir af þessu tagi greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð, sem Gravitas býður líka upp á, kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð, eins og sú sem konan fór í, kostar hálfa aðra milljón króna. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75 til 80 prósent. Maginn verður eins og ermi eða banani í laginu. Fyrirtækið Gravitas framkvæmir aðgerðirnar. Gerðar voru um 330 magabands- og magaermaraðgerðir árið 2016 og svipaður fjöldi í fyrra. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök mál þegar eftir því var leitað. Hins vegar væri það verkefni spítalans að sinna öllu því veika fólki sem inn til hans kæmi, hvaðan sem orsök meina þeirra væri komin. Óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu skal tafarlaust tilkynnt til landlæknisembættisins sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Enn fremur segir í lögum að landlæknir skuli rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja að slíkt eigi sér ekki aftur stað. Veita skal landlækni þær upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg við rannsókn málsins. Þær upplýsingar fengust frá Embætti landlæknis að Landspítalinn hefði tilkynnt andlát konunnar til embættisins og er það nú í rannsókn. Að öðru leyti getur embættið ekki veitt upplýsingar um einstök mál.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira