Móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi fordæmir sjálfsvígssíður Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2018 12:15 Connel Arthur og móðir hans, Nathalie Arthur. Go Fund me Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record. Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Nathalie Arthur, móðir bresks skiptinema sem svipti sig lífi á Íslandi í síðasta mánuði, hefur fordæmt síður á netinu sem birta leiðbeiningar um aðferðir til að fremja sjálfsvíg. Hún vill nú auka meðvitund meðal almennings um andleg veikindi meðal ungra karlmanna. Þetta gerir hún eftir að í ljós kom að sonur hennar, Connel Arthur, notaðist við leitarvélina Google til að hafa uppi á aðferðum til að svipta sig lífi, dagana fyrir dauða sinn. Hinn 21 ára Connel, sem var nemandi við Háskólann í Glasgow, fannst látinn í herbergi sínu í Reykjavík þann 19. desember síðastliðinn. Hann hafði verið við skiptinám hér á landi.Sýndi engin merki um þunglyndi Móðir Connel segir í samtali við Daily Record að sonur sinn hafi hvorki sýnt nein merki um þunglyndi né hafi hann hafi átt við andleg veikindi að stríða áður en hann svipti sig lífi. Hann hafi hins vegar haft áhyggjur því að hann myndi standa uppi heimilislaus. „Hann hafði átt í vandræðum með að finna húsnæði í Reykjavík og ég held að hann hafi haft miklar áhyggjur af því að verða heimilislaus,“ segir Nathalie. Hún segist dagana fyrir andlátið hafa haft á tilfinningunni að ekki væri allt með felldu og því hafi hún sent honum nokkur skilaboð þar sem hún spurði hvernig hann hefði það. Í svörum hans hafi komið fram að allt væri í lagi. „Ég held að það hafi ekki verið nein leið að ná til hans á þessum tímapunkti – hann vissi hvað hann ætlaði að gera.“Hæfileikaríkur gítarspilari Í viðtalinu minnist Nathalie sonar síns og segir hann hafa verið hæfileikaríkan gítarspilara og mikinn áhugamann um brimbretti og snjóbretti. Hann hafi sent kveðjuskilaboð til kærustu sinnar daginn sem hann dó og síðar fundist í herbergi sínu nokkrum klukkustundum síðar.Connel Arthur var mikill áhugamaður um brimbretti og snjóbretti.Nathalie ArthurNathalie segir að Connel hafi verið í meistaranámi og eignast marga vini á Íslandi. Þá hafi hann starfað á veitingastað í borginni. „Við hugðumst fara til að hitta hann um áramótin. Við höfðum bókað fjögurra daga ferð frá 28. desember til 1. janúar. Hann sendi mér skilaboð daginn sem hann dó þar sem hann spurði hvenær við kæmum, en hann fékk aldri svörin mín.“Sáu leitarniðurstöðurnarFjölskyldan hafi svo komið til Íslands eftir dauða hans og þá séð Google-leitarniðurstöður í tölvu Connel. „Það er eitt atriði sem ég vil ræða – Connel hafði leitað á Google um aðferðir til að svipta sig lífi og gat auðveldlega nálgast þær upplýsingar. Við fórum út í þeirri trú að þetta hafi verið ákvörðun sem hann hafi tekið í skyndi en þar fundust hins vegar allar þessar leitir frá dögunum fyrir. Mikið var rætt um átröskunarsíður og síður um hvernig vegi skaða sjálfan sig fyrir nokkrum árum, þannig að af hverju er ekkert rætt um þessar sjálfsvígssíður og af hverju eru þær aðgengilegar? Það er ekki í lagi. Þessar upplýsingar eiga ekki að vera aðgengilegar fólki,“ segir Nathalie, sem hefur stofnað fjármögnunarsíðu til að stuðla að aukinni meðvitund fólks um andleg veikindi ungmenna. Lesa má viðtalið við Nathalie Arthur, móður Connel, í frétt Daily Record.
Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira