Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 13:04 Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00