Flugfreyjufélagið undirbýr verkfall hjá Primera Air: Vilja stöðva félagsleg undirboð flugfélagsins á Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. janúar 2018 17:56 Flugfélagið telur sig ekki eiga í vinnudeilu hér á landi. vísir/hörður Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt einróma að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur flugfélaginu Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi fyrirtækisins hér á landi. Mun Flugfreyjufélagið leita eftir stuðningi annarra aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands svo stöðva megi alla starfsemi Primera Air hér á landi eftir að löglegt verkfall félagsins er hafið. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Berglindi Hafsteinsdóttur, formanni Flugfreyjufélagsins, segir að formanninum og Alþýðusambandi Íslands sé „veitt heimild til að leita allra úrræða til þess að tryggja að íslensk stjórnvöld grípi nú þegar til þeirra aðgerða sem þeim er heimilt til þess að stöðva ólöglega starfsemi og óásættanleg félagsleg undirboð Primera á íslenskum vinnumarkaði. Slík starfsemi veldur bæði launafólki og íslensku samfélagi tjóni samhliða því að skapa Primera tækifæri til þess að keppa á grundvelli smánarlegra launa við þau flugfélög sem starfa löglega út frá Íslandi og sem FFÍ er með kjarasamninga við. Í þeim aðgerðum geti falist að kvarta til Eftirlitsstofnunar Evrópska Efnahagssvæðisins framfylgi stjórnvöld ekki tilskipunum Evrópusambandsins um vernd launafólks en þeim ber að fylgja kjósi fyrirtæki á EES svæðinu að starfa hér á landi líkt og Primera gerir.“Sjá einnig:Skrá áhafnir út og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Í maí í fyrra boðaði Flugfreyjufélagið til verkfalls hjá Primera Air sem hefjast átti þann 15. september. Því var hins vegar frestað og átti að hefjast þann 24. nóvember en Félagsdómur úrskurðaði nokkrum dögum áður að boðun verfallsins hefði verið ólögmæt. Félagsdómur klofnaði í afstöðu sinni til málsins þar sem þrír dómarar töldu um ólögmæta boðun að ræða, og verkfallið sjálft því ólögmætt. Tveir dómarar töldu hins vegar að formsatriði boðunar hefðu ekki verið uppfyllt en tóku ekki efnislega afstöðu til þess hvor boðunin væri ólögleg eða ekki.Fyrr í þessum mánuði var svo greint frá því að Primera Air hefði ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hafði boðað til. Flugfélagið telur sig hins vegar ekki eiga í vinnudeilu hér á landi og álítur því sem svo að ríkissáttasemjari hafi ekki lögsögu í málinu. Ríkissáttasemjari hefur engu að síður boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar og nú hefja flugfreyjur undirbúning verkfalls á ný. Tilkynningu Flugfreyjufélagsins vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur einróma samþykkt að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi félagsins hér á landi.Stjórn og trúnaðarráð hefur veitt formanni félagsins heimild til að undirbúa tillögu um framkvæmd og tímasetningu verkfallsins og leggja fyrir næsta fund. Sérstaklega verði hugað að því að velja þann tíma ársins til verkfallsaðgerða sem ætla má að rekstur Primera sé í hámarki hér á landi.Formanni FFÍ og Alþýðusambandi Íslands er veitt heimild til að leita allra úrræða til þess að tryggja að íslensk stjórnvöld grípi nú þegar til þeirra aðgerða sem þeim er heimilt til þess að stöðva ólöglega starfsemi og óásættanleg félagsleg undirboð Primera á íslenskum vinnumarkaði. Slík starfsemi veldur bæði launafólki og íslensku samfélagi tjóni samhliða því að skapa Primera tækifæri til þess að keppa á grundvelli smánarlegra launa við þau flugfélög sem starfa löglega út frá Íslandi og sem FFÍ er með kjarasamninga við. Í þeim aðgerðum geti falist að kvarta til Eftirlitsstofnunar Evrópska Efnahagssvæðisins framfylgi stjórnvöld ekki tilskipunum Evrópusambandsins um vernd launafólks en þeim ber að fylgja kjósi fyrirtæki á EES svæðinu að starfa hér á landi líkt og Primera gerir.Leitað verður eftir stuðningi annarra aðildarfélaga ASÍ til þess að tryggja að stöðva megi alla starfsemi Primera og systurfélaga þeirra hér á landi eftir að löglegt verkfall félagsins er hafið.Stjórn og trúnaðarráð harmar að Primera hafi kosið að virða að vettugi ítrekuð fundarboð Ríkissáttasemjara og sýna með því bæði embætti hans og íslenskum stjórnvöldum lítilsvirðingu og skorar á Primera að mæta á næsta boðaða sáttafund og hefja viðræður um gerð kjarasamnings við félagið.Stjórn og trúnaðarráð þakkar þann stuðning sem aðildarfélög ASÍ á Suðurnesjum sýndu FFÍ við undirbúning síðustu aðgerða þar sem þau lýstu sig reiðubúin til sérstakra samúðarvinnustöðvana sem beint yrði einungis að þjónustu við Primera Air Nordic á Keflavíkurflugvelli.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 ASÍ ætlar að þvinga Primera Air að samningaborðinu Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. 18. janúar 2018 18:41 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt einróma að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur flugfélaginu Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi fyrirtækisins hér á landi. Mun Flugfreyjufélagið leita eftir stuðningi annarra aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands svo stöðva megi alla starfsemi Primera Air hér á landi eftir að löglegt verkfall félagsins er hafið. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Berglindi Hafsteinsdóttur, formanni Flugfreyjufélagsins, segir að formanninum og Alþýðusambandi Íslands sé „veitt heimild til að leita allra úrræða til þess að tryggja að íslensk stjórnvöld grípi nú þegar til þeirra aðgerða sem þeim er heimilt til þess að stöðva ólöglega starfsemi og óásættanleg félagsleg undirboð Primera á íslenskum vinnumarkaði. Slík starfsemi veldur bæði launafólki og íslensku samfélagi tjóni samhliða því að skapa Primera tækifæri til þess að keppa á grundvelli smánarlegra launa við þau flugfélög sem starfa löglega út frá Íslandi og sem FFÍ er með kjarasamninga við. Í þeim aðgerðum geti falist að kvarta til Eftirlitsstofnunar Evrópska Efnahagssvæðisins framfylgi stjórnvöld ekki tilskipunum Evrópusambandsins um vernd launafólks en þeim ber að fylgja kjósi fyrirtæki á EES svæðinu að starfa hér á landi líkt og Primera gerir.“Sjá einnig:Skrá áhafnir út og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Í maí í fyrra boðaði Flugfreyjufélagið til verkfalls hjá Primera Air sem hefjast átti þann 15. september. Því var hins vegar frestað og átti að hefjast þann 24. nóvember en Félagsdómur úrskurðaði nokkrum dögum áður að boðun verfallsins hefði verið ólögmæt. Félagsdómur klofnaði í afstöðu sinni til málsins þar sem þrír dómarar töldu um ólögmæta boðun að ræða, og verkfallið sjálft því ólögmætt. Tveir dómarar töldu hins vegar að formsatriði boðunar hefðu ekki verið uppfyllt en tóku ekki efnislega afstöðu til þess hvor boðunin væri ólögleg eða ekki.Fyrr í þessum mánuði var svo greint frá því að Primera Air hefði ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hafði boðað til. Flugfélagið telur sig hins vegar ekki eiga í vinnudeilu hér á landi og álítur því sem svo að ríkissáttasemjari hafi ekki lögsögu í málinu. Ríkissáttasemjari hefur engu að síður boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar og nú hefja flugfreyjur undirbúning verkfalls á ný. Tilkynningu Flugfreyjufélagsins vegna málsins má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hefur einróma samþykkt að hefja nú þegar undirbúning að boðun nýs verkfalls á hendur Primera Air Nordic SIA vegna starfsemi félagsins hér á landi.Stjórn og trúnaðarráð hefur veitt formanni félagsins heimild til að undirbúa tillögu um framkvæmd og tímasetningu verkfallsins og leggja fyrir næsta fund. Sérstaklega verði hugað að því að velja þann tíma ársins til verkfallsaðgerða sem ætla má að rekstur Primera sé í hámarki hér á landi.Formanni FFÍ og Alþýðusambandi Íslands er veitt heimild til að leita allra úrræða til þess að tryggja að íslensk stjórnvöld grípi nú þegar til þeirra aðgerða sem þeim er heimilt til þess að stöðva ólöglega starfsemi og óásættanleg félagsleg undirboð Primera á íslenskum vinnumarkaði. Slík starfsemi veldur bæði launafólki og íslensku samfélagi tjóni samhliða því að skapa Primera tækifæri til þess að keppa á grundvelli smánarlegra launa við þau flugfélög sem starfa löglega út frá Íslandi og sem FFÍ er með kjarasamninga við. Í þeim aðgerðum geti falist að kvarta til Eftirlitsstofnunar Evrópska Efnahagssvæðisins framfylgi stjórnvöld ekki tilskipunum Evrópusambandsins um vernd launafólks en þeim ber að fylgja kjósi fyrirtæki á EES svæðinu að starfa hér á landi líkt og Primera gerir.Leitað verður eftir stuðningi annarra aðildarfélaga ASÍ til þess að tryggja að stöðva megi alla starfsemi Primera og systurfélaga þeirra hér á landi eftir að löglegt verkfall félagsins er hafið.Stjórn og trúnaðarráð harmar að Primera hafi kosið að virða að vettugi ítrekuð fundarboð Ríkissáttasemjara og sýna með því bæði embætti hans og íslenskum stjórnvöldum lítilsvirðingu og skorar á Primera að mæta á næsta boðaða sáttafund og hefja viðræður um gerð kjarasamnings við félagið.Stjórn og trúnaðarráð þakkar þann stuðning sem aðildarfélög ASÍ á Suðurnesjum sýndu FFÍ við undirbúning síðustu aðgerða þar sem þau lýstu sig reiðubúin til sérstakra samúðarvinnustöðvana sem beint yrði einungis að þjónustu við Primera Air Nordic á Keflavíkurflugvelli.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 ASÍ ætlar að þvinga Primera Air að samningaborðinu Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. 18. janúar 2018 18:41 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Reiknað með fjölmenni á jólamarkað á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Sjá meira
Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. 18. janúar 2018 14:44
Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45
ASÍ ætlar að þvinga Primera Air að samningaborðinu Lögfræðingur Alþýðusambandsins segir engum vafa undirorpið að Primera Air starfi á íslenskum vinnumarkaði og farið verði í aðgerðir til að þvinga félagið til kjarasamninga við flugliða. 18. janúar 2018 18:41