Bengtsson söng framlag Svía í Eurovision í fyrra, I Can‘t Go On, sem naut þó nokkurra vinsælda hér á landi en lagið lenti í 5. sæti í keppninni.
Sjá einnig:Myndarlegasti Eurovision-keppandinn tók kósýhelgi á Íslandi með ástinni sinni
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Eurovision-stjarna treður upp á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar því í fyrra komu þeir Måns Zelmerlöw og Alexander Rybak fram og árið 2016 þær Loreen og Sandra Kim.