Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ 25. janúar 2018 09:00 Gunnar Nelson gæti barist í Lundúnum annað árið í röð. Mynd/Mjölnir/Sóllilja Baltasars Eins og kom fram í gærkvöldi vill UFC-bardagasambandið að Gunnar Nelson mæti Englendingnum Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. Gunnar er búinn að samþykkja að berjast umrætt kvöld en beðið er eftir því að Till samþykki svo báðir aðilar geti hafist handa við undirbúning sem og UFC geti farið að gera allt klárt. Gunnar barðist síðast í Glasgow í Skotlandi síðasta sumar og tapaði þá á umdeilanlegan hátt gegn augnpotaranum argentínska Santiago Ponzinibbio. „Sean Shelby [maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, innsk. blm] bauð okkur þetta í gær og við sögðum já. Mér skilst að Till og hans menn séu eitthvað að draga fæturnar í þessu sem er undarlegt miðað við fyrri yfirlýsingar frá honum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf — Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 Eins og sást í tísti Johns Kavanagh, þjálfara Gunnars, í gærkvöldi hafa Till og Gunnar aðeins verið að æsa upp í hvorum öðrum á Twitter og því um að gera að mætast í búrinu og ganga frá sínum málum. Till átti von á „stærri“ bardaga en UFC vill að hann berjist við Stephen „Wonderboy“ Thompson sem er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyron Woodley. Thompson er aftur á móti meiddur og getur ekki barist. Í staðinn fær Till þarna frábært tækifæri til að berjast á heimavelli og segir Haraldur að það væri skrítið ef ekki verður af þessum bardaga. „Það væri mjög undarlegt að hafna þessu. Aðalbardaginn á UFC London er stærsti bardaginn í Evrópu á hverju ári,“ segir Haraldur Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
Eins og kom fram í gærkvöldi vill UFC-bardagasambandið að Gunnar Nelson mæti Englendingnum Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Lundúnum 17. mars. Gunnar er búinn að samþykkja að berjast umrætt kvöld en beðið er eftir því að Till samþykki svo báðir aðilar geti hafist handa við undirbúning sem og UFC geti farið að gera allt klárt. Gunnar barðist síðast í Glasgow í Skotlandi síðasta sumar og tapaði þá á umdeilanlegan hátt gegn augnpotaranum argentínska Santiago Ponzinibbio. „Sean Shelby [maðurinn sem raðar upp bardögum fyrir UFC, innsk. blm] bauð okkur þetta í gær og við sögðum já. Mér skilst að Till og hans menn séu eitthvað að draga fæturnar í þessu sem er undarlegt miðað við fyrri yfirlýsingar frá honum,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, í samtali við Vísi.So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we've agreed so hoping to hear confirmation soon how do you guys like the match up? I'm reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out... pic.twitter.com/b7U81FpzBf — Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018 Eins og sást í tísti Johns Kavanagh, þjálfara Gunnars, í gærkvöldi hafa Till og Gunnar aðeins verið að æsa upp í hvorum öðrum á Twitter og því um að gera að mætast í búrinu og ganga frá sínum málum. Till átti von á „stærri“ bardaga en UFC vill að hann berjist við Stephen „Wonderboy“ Thompson sem er efstur á styrkleikalista veltivigtarinnar á eftir meistaranum Tyron Woodley. Thompson er aftur á móti meiddur og getur ekki barist. Í staðinn fær Till þarna frábært tækifæri til að berjast á heimavelli og segir Haraldur að það væri skrítið ef ekki verður af þessum bardaga. „Það væri mjög undarlegt að hafna þessu. Aðalbardaginn á UFC London er stærsti bardaginn í Evrópu á hverju ári,“ segir Haraldur Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46