Segja meginmarkmið að enginn slasist á Húsavík við gangsetningu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2018 13:13 Talsvert er síðan hráefni til framleiðslu tók að berast á Bakka vísir/jói k Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. Til stendur að ræsa annan ofninn í febrúar og hinn síðari í apríl. Er það „meginmarkmið PCC BakkiSilicon að enginn slasist í gangsetningarferlinu“ segir í tilkynningu frá stjórnendunum en auk þess að umhverfisáhrif verði sem minnst og nágrannar finni fyrir sem minnstum óþægindum.Ætla að svara spurningum bæjarbúa „Þegar rekstur kísilversins er orðinn stöðugur ættu íbúar í nágrenninu að verða sem minnst varir við daglega starfsemi þess.“ Rúmlega hundrað starfsmenn eru í kísilverinu sem til stóð að gangsetja fyrir áramót. Fresta þurfti gangsetningu um nokkrar vikur. Á fundinum í dag verður fjallað um gangsetningarferlið og hvers Húsvíkingar og aðrir nágrannar kísilversins geta vænst á meðan á því stendur. Þá gefst fundargestum tækifæri til þess að bera fram spurningar og ræða málin. PCC BakkiSilicon vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn.Ósk United Silicon um gjaldþrot Samkvæmt umsögn Skipulagsstofnunar um verksmiðjuna frá árinu 2013 er augljóst að mengunarefni frá verksmiðjunni muni hafa neikvæð áhrif á loftgæði í nágrenni verksmiðjunnar. Styrkur efnanna á þó að vera undir viðmiðum. Fram hefur komið að kísilverið þurfi 66 þúsund tonn af kolum árlega til að standa undir framleiðslu á kísilmálmi. Fyrr í vikinu óskaði United Silicon hf. eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta en starfsemi kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík gekk illa þar sem ofnar verksmiðjunnar ollu lyktarmengun, vinnuslys urðu auk þess sem forstjóri og stofnandi hefur verið kærður fyrir umfangsmikinn fjárdrátt. Tengdar fréttir Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Stjórnendur kísilvers PCC BakkiSilicon hf. boða íbúa Húsavíkur og nágrennis til fundar síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar gangsetningar ofna verksmiðjunnar á Bakka. Til stendur að ræsa annan ofninn í febrúar og hinn síðari í apríl. Er það „meginmarkmið PCC BakkiSilicon að enginn slasist í gangsetningarferlinu“ segir í tilkynningu frá stjórnendunum en auk þess að umhverfisáhrif verði sem minnst og nágrannar finni fyrir sem minnstum óþægindum.Ætla að svara spurningum bæjarbúa „Þegar rekstur kísilversins er orðinn stöðugur ættu íbúar í nágrenninu að verða sem minnst varir við daglega starfsemi þess.“ Rúmlega hundrað starfsmenn eru í kísilverinu sem til stóð að gangsetja fyrir áramót. Fresta þurfti gangsetningu um nokkrar vikur. Á fundinum í dag verður fjallað um gangsetningarferlið og hvers Húsvíkingar og aðrir nágrannar kísilversins geta vænst á meðan á því stendur. Þá gefst fundargestum tækifæri til þess að bera fram spurningar og ræða málin. PCC BakkiSilicon vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundinn.Ósk United Silicon um gjaldþrot Samkvæmt umsögn Skipulagsstofnunar um verksmiðjuna frá árinu 2013 er augljóst að mengunarefni frá verksmiðjunni muni hafa neikvæð áhrif á loftgæði í nágrenni verksmiðjunnar. Styrkur efnanna á þó að vera undir viðmiðum. Fram hefur komið að kísilverið þurfi 66 þúsund tonn af kolum árlega til að standa undir framleiðslu á kísilmálmi. Fyrr í vikinu óskaði United Silicon hf. eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta en starfsemi kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík gekk illa þar sem ofnar verksmiðjunnar ollu lyktarmengun, vinnuslys urðu auk þess sem forstjóri og stofnandi hefur verið kærður fyrir umfangsmikinn fjárdrátt.
Tengdar fréttir Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Gangsetningu kísilvers PCC á Bakka seinkar um tvær vikur Verktaki við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík mun ekki afhenda verksmiðjuna fyrr en í fyrsta lagi í fyrstu viku febrúar. 24. janúar 2018 06:00