Pynta flóttamenn í Líbíu og krefjast lausnargjalds Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Flóttamenn sæta ómannúðlegri meðferð í Líbýu. Nordicphotos/AFP Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“ Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Fjórir voru handteknir í líbísku borginni Sirte í fyrrinótt og átta súdanskir flóttamenn frelsaðir í aðgerðum líbíska hersins. Frá þessu greindi CNN í gær og vísaði í tilkynningu líbíska hersins. Bandaríski miðillinn birti með fréttinni ógeðfellt myndband, um mínútu að lengd, þar sem sjá mátti þá súdönsku liggja á gólfinu á meðan þeir voru hýddir með svipum. „Sendið peningana. Sendið peningana. Seljið húsið. Sendið peningana,“ sagði einn Súdaninn í myndbandinu sem hinir handteknu sendu fjölskyldum flóttamannanna í von um að fá greitt lausnargjald. Fjölskyldur mannanna birtu myndböndin á samfélagsmiðlum og í samtali við CNN sögðu þær það gert í von um að vekja athygli á málinu. Það tókst og innan fárra daga hafði líbíski herinn rakið myndbandið til borgarinnar Sirte og gerði áhlaup. „Þetta ógeðfellda myndefni sýnir glæpi manna sem geta vart talist mennskir. Þeir pynta flóttamenn og brenna þá. Taka það upp á myndband og senda á fjölskyldur fanga sinna til þess að kúga af þeim peninga,“ sagði í tilkynningu líbíska hersins. Í öðru myndbandi mátti sjá Súdana liggja nakinn á jörðinni og engjast um af sársauka á meðan maðurinn á bak við myndavélina hellir sjóðheitri olíu á bakið á honum og kveikir í. Annar maður, grímuklæddur, sérst beina byssu að fórnarlambinu. Súdanska utanríkisráðuneytið boðaði í gær sendifulltrúa Líbíu í höfuðborg Súdan, Kartúm, á sinn fund. Sagði ráðuneytið óásættanlegt að súdanskir ríkisborgarar sættu ómannúðlegri meðferð þar í landi. Undir það tók sendifulltrúinn, Ali Muftah al-Mahrouq, og baðst afsökunar. Sagði hann glæpagengi bera ábyrgð á málinu. Á síðasta ári greindi CNN frá því að flóttamenn í Líbíu væru seldir í þrældóm og þykja þessar fréttir benda til þess að ástandið sé enn verra en áður var talið. Líbísk yfirvöld hófu í kjölfar umfjöllunar síðasta árs rannsókn á meintu þrælahaldi. Umfjöllun CNN um fyrrnefnd glæpagengi í Líbíu hefur aukinheldur leitt í ljós að starfsemi þeirra nær víða um heiminn, að því er miðillinn greinir frá. Fjölskyldur í Súdan hafi til að mynda þurft að reiða af hendi um hálfa milljón króna til að frelsa fangana og hægt hafi verið að leggja lausnargjaldið beint inn á bankareikning í Kartúm. Þá hafi CNN einnig fundið gögn sem sýna fram á að fjölskyldur í Bangladess og Níger hafi greitt sams konar lausnargjald. Greiðslurnar frá Bangladess og Níger voru sendar í gegnum Western Union en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn CNN kemur fram að það reyni eftir fremsta megni að fylgjast með og koma í veg fyrir greiðslur til glæpamanna. „Western Union fordæmir harðlega ólöglegt atferli og fjármögnun á glæpastarfsemi. Við setjum það í algjöran forgang að koma upp um og koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu okkar. Glæpamenn ógna einstaklingunum, fjölskyldunum og fyrirtækjunum sem við þjónustum sem og starfsemi okkar í heild.“
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Líbía Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira