Aðstoðaði Spencer við að fá fimmfalt hærri laun Ritstjórn skrifar 26. janúar 2018 11:45 Glamour/Getty Umræðan um launamun kynjanna í Hollywood og kvikmyndageiranum hefur verið hávær undanfarið. Konur eru að opna sig um eigin launagreiðslur en oft munar mjög miklu á launaseðlunum eftir kynjum. Það er annað vandamál í þessum heimi sem leikkonan Octavia Spencer vakti athygli á á Sundance hátíðinni sem stendur núna yfir. Það er munurinn á launagreiðslum til kvenna og karla annarsvegar og svo launaójafnvægið hjá leikkonum sem eru dökkar á hörund. Spencer samþykkti nýlega að gera gamanmynd með vinkonu sinni Jessicu Chastain en áður en þeir skrifuðu undir samning ræddu þær launin. Þegar Spencer sagði Chastain frá hvað hún hefði fengið greitt fyrir síðustu mynd missti Chastain andlitið. Spencer sat í panel á kvikmyndahátíðinni og felldi tár á meðan hún sagði þessa sögu af samskiptum þeirra. „Hún svaraði mér og sagðist ekki hafa áttað sig á þessum hluta vandamálsins. Hún sagði „Octavia, þú færð borgað í þessari mynd ... þú og ég verðum saman í þessu. Við semjum saman og fá jafn mikið borgað.“ Spólum áfram fram í síðustu viku og við erum að fá fimmfalt hærri laun en við upphaflega báðum um,“ segir Spencer. Hún sagði að næsta skref væri að fá sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Að það sé ánægjulegt að vera í þessu samtali og að bjartir tímar séu framundan. Þetta er gott dæmi um það hvað kvennakrafturinn getur verið öflugur! Við getum ekki beðið eftir að sjá þessar tvær fara á kostum saman á hvíta tjaldinu. Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour Ciara giftir sig í sérsaumuðum Roberto Cavalli kjól Glamour Stoltur að hafa ekki klúðrað meiru Glamour Fyrirsætur í auglýsingu Saint Laurent sagðar of grannar Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour
Umræðan um launamun kynjanna í Hollywood og kvikmyndageiranum hefur verið hávær undanfarið. Konur eru að opna sig um eigin launagreiðslur en oft munar mjög miklu á launaseðlunum eftir kynjum. Það er annað vandamál í þessum heimi sem leikkonan Octavia Spencer vakti athygli á á Sundance hátíðinni sem stendur núna yfir. Það er munurinn á launagreiðslum til kvenna og karla annarsvegar og svo launaójafnvægið hjá leikkonum sem eru dökkar á hörund. Spencer samþykkti nýlega að gera gamanmynd með vinkonu sinni Jessicu Chastain en áður en þeir skrifuðu undir samning ræddu þær launin. Þegar Spencer sagði Chastain frá hvað hún hefði fengið greitt fyrir síðustu mynd missti Chastain andlitið. Spencer sat í panel á kvikmyndahátíðinni og felldi tár á meðan hún sagði þessa sögu af samskiptum þeirra. „Hún svaraði mér og sagðist ekki hafa áttað sig á þessum hluta vandamálsins. Hún sagði „Octavia, þú færð borgað í þessari mynd ... þú og ég verðum saman í þessu. Við semjum saman og fá jafn mikið borgað.“ Spólum áfram fram í síðustu viku og við erum að fá fimmfalt hærri laun en við upphaflega báðum um,“ segir Spencer. Hún sagði að næsta skref væri að fá sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Að það sé ánægjulegt að vera í þessu samtali og að bjartir tímar séu framundan. Þetta er gott dæmi um það hvað kvennakrafturinn getur verið öflugur! Við getum ekki beðið eftir að sjá þessar tvær fara á kostum saman á hvíta tjaldinu.
Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Sundbolamerkið Swimslow frumsýnt Glamour Ciara giftir sig í sérsaumuðum Roberto Cavalli kjól Glamour Stoltur að hafa ekki klúðrað meiru Glamour Fyrirsætur í auglýsingu Saint Laurent sagðar of grannar Glamour Tískufyrirmyndin David Bowie Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour