Cókó og kleins-bræður sækja um einkaleyfi og fara í þyrluflug: „Eins og maður segir: It costs money to make money“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2018 20:00 Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur. Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Ungir bræður og athafnamenn af Seltjarnarnesi, sem slegið hafa í gegn með sölu á heimalöguðu kakó-i og kleinum, bíða nú spenntir eftir því hvort þeir fái einkaleyfi á nýtt alþjóðlegt heiti Cókó and kleins. Þeir afhentu þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hluta af ágóða sínum í dag og var boðið í þyrluflug. Óhætt er að segja að bræðurnir Róbert Frímann Stefánsson og Daníel Ólafur Stefánsson hafi slegið rækilega í gegn í viðskiptalífinu þegar þeir nýlega hófu sölu á heimalöguðu heitu kakói og kleinum, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Bræðurnir hafa staðið vaktina síðustu tvo laugardaga við mjög góðar undirtektir. Hluti ágóðans sem þeir safna rennur til þyrslusveitar Landhelgisgæslunnar þar sem sveitin bjargaði lífi föður þeirra þegar hann lenti í slysi úti á sjó fyrir sex árum. Í dag afhentu þeir sveitinni peninginn við góðar móttökur. Það var Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri, sem tók á móti peningunum en það var einmitt hann sem bjargaði föður þeirra.Eins og þekkt er orðið stendur Cókó and kleins á vagninum en ekki kakó og kleinur en þeir segjast hafa verið að reyna höfða til ferðamanna. Augljóst er að hér er um upprennandi viðskiptamógúla að ræða en á dögunum áttuðu þeir sig á því að vissast væri að sækja um einkaleyfi á þetta nýja alþjóðlega heiti. „Við fáum að vita það núna eftir nokkra daga hvort við fáum einkaleyfið yfir nafninu. Við getum ekkert sagt þangað til. Þetta er hugmyndin okkar og ætlum mögulega að búa til búð í framtíðinni eða veitingastað,“ segir Daníel Ólafur. Eftir skoðunarferð í flugskýlinu var strákunum svo boðið í þyrlutúr. Planið hjá strákunum að halda sölunni áfram á laugardögum í vetur. Nú eru þeir búnir að kaupa sér öflugri hrærivél og sjá fram á að stórgræða. „Eins og við segjum: In the long run þá náum við að græða á þessu. Eins og maður segir it costs money to make money eða hvað sem maður segir,“ segir Daníel Ólafur.
Tengdar fréttir Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Ungir athafnamenn vekja mikla athygli: „Við ákváðum bara að kalla þetta kleins“ 14 og 11 ára bræður hafa vakið mikla athygli á Seltjarnarnesi en á laugardögum selja þeir heimalagað heitt kakó og kleinur, sem þeir steikja sjálfir, í heimasmíðuðum söluvagni úti á Gróttu. Á vagninum stendur reyndar Cókó and kleins en þeir segjast reyna að höfða til ferðamanna. 20. janúar 2018 20:00