Ofurtollum Trumps á Bombardier hrundið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2018 08:30 Bombardier CS-300-þota lenti á Reykjavíkurflugvelli í reynsluflugi haustið 2016. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps Bandaríkjaforseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu kanadísku Bombardier flugvélaverksmiðjanna, CS-línuna. Úrskurðinum er fagnað í höfuðstöðvum Bombardier í Montreal. „Þetta er sigur fyrir nýsköpun, samkeppni og réttarríkið,“ sagði Bombardier í yfirlýsingu. Þetta væri einnig sigur fyrir bandarísk flugfélög og bandarískan almenning. Úrskurðinum var einnig ákaft fagnað á Norður-Írlandi þar sem eittþúsund manns vinna við smíði vængja þotunnar í verksmiðju Bombardier í Belfast. Viðskiptastríð var í uppsiglingu milli Kanada og Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar vegna málsins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið við Trump Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Davos í Sviss. May fagnaði úrskurðinum í gær, þetta væru góðar fréttir fyrir breskan iðnað. Bandarísku Boeing-verksmiðjurnar kvörtuðu undan Bombardier síðastliðið vor og sögðu fyrirtækið njóta óeðlilegra ríkisstyrkja eftir að Delta, næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, keypti 75 Bombardier-þotur. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna komst hins vegar að þeirri einróma niðurstöðu, með fjórum atkvæðum gegn engu, að Bombardier-þotan skaðaði ekki bandaríska framleiðslu og féllst á þau rök Delta að Boeing byði ekki upp á sambærilegan valkost við Bombardier-þotuna, í stærðarflokknum 100-150 sæta vélar. Stöð 2 fjallaði um málið í lok desember. Hér má sjá þá frétt en þar sést Bombardier-þota í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli: Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin nýir forstöðumenn hjá Origo Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur óvænt hafnað áformum ríkisstjórnar Trumps Bandaríkjaforseta um að setja á 292 prósenta verndartoll á nýjustu farþegaþotu kanadísku Bombardier flugvélaverksmiðjanna, CS-línuna. Úrskurðinum er fagnað í höfuðstöðvum Bombardier í Montreal. „Þetta er sigur fyrir nýsköpun, samkeppni og réttarríkið,“ sagði Bombardier í yfirlýsingu. Þetta væri einnig sigur fyrir bandarísk flugfélög og bandarískan almenning. Úrskurðinum var einnig ákaft fagnað á Norður-Írlandi þar sem eittþúsund manns vinna við smíði vængja þotunnar í verksmiðju Bombardier í Belfast. Viðskiptastríð var í uppsiglingu milli Kanada og Bretlands annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar vegna málsins. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ræddi málið við Trump Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Davos í Sviss. May fagnaði úrskurðinum í gær, þetta væru góðar fréttir fyrir breskan iðnað. Bandarísku Boeing-verksmiðjurnar kvörtuðu undan Bombardier síðastliðið vor og sögðu fyrirtækið njóta óeðlilegra ríkisstyrkja eftir að Delta, næststærsta flugfélag Bandaríkjanna, keypti 75 Bombardier-þotur. Alþjóðaviðskiptanefnd Bandaríkjanna komst hins vegar að þeirri einróma niðurstöðu, með fjórum atkvæðum gegn engu, að Bombardier-þotan skaðaði ekki bandaríska framleiðslu og féllst á þau rök Delta að Boeing byði ekki upp á sambærilegan valkost við Bombardier-þotuna, í stærðarflokknum 100-150 sæta vélar. Stöð 2 fjallaði um málið í lok desember. Hér má sjá þá frétt en þar sést Bombardier-þota í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli:
Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Mest lesið Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Versta kartöfluuppskeran í áratugi Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin nýir forstöðumenn hjá Origo Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Viðskiptastríð að hefjast vegna þotu Bombardier Ríkisstjórnir Kanada og Bretlands hafa hótað Bandaríkjamönnum viðskiptastríði eftir að ríkisstjórn Trumps Bandaríkjaforseta boðaði nærri 300% verndartoll á Bombardier-þotu Kanadamanna. 29. desember 2017 21:00
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30