Erlent

Finnar kjósa sér forseta í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Auglýsingar fyrir frambjóðendur í finnsku forsetakosningunum í höfuðborginni Helsinki.
Auglýsingar fyrir frambjóðendur í finnsku forsetakosningunum í höfuðborginni Helsinki. Vísir/AFP
Sauli Niinisto er talinn líklegur til að ná endurkjöri sem forseti Finnlands í kosningum sem fara fram í dag. Átta eru í framboði en Niinisto gæti náð helmingi atkvæða og komist hjá því að þurfa að fara í aðra umferð.

Stuðningur við Niinisto hefur mælst á bilinu 58-63% í könnunum. Hann kom upphaflega úr röðum íhaldssama Samsteypuflokksins en býður sem fram sem óháður frambjóðandi. Pekka Haavisto, frambjóðandi Græningja, hefur mælst með 13-14% en aðrir frambjóðendur minna.

Nái sitjandi forsetinn meira en helmingi atkvæða verður það í fyrsta skipti frá árinu 1994, þegar kosningakerfinu var breytt, sem ein umferð nægir til að kjósa forseta í Finnlandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Forseti Finnlands fer með utanríkis- og varnarmál með ríkisstjórninni. Að öðru leyti hefur embættið að mestu verið táknrænt undanfarna áratugi.

Þurfi tvær umferðir til fer sú seinni fram 11. febrúar. Búist er við fyrstu tölum kl. 18 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×