Körfubolti

Stórtap hjá Tryggva og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi í leik með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi.
Tryggvi í leik með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi. vísir/ernir
Tryggvi Snær Hlinason heldur áfram að fá mínútur með liði Valencia, en liðið tapaði fyrir Obradoiro á útivelli í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Tryggvi spilaði tæpar tíu mínútur að þessu sinni. Hann skoraði aðeins tvö stig en tók sex fráköst og fiskaði eina villu sem skiluðu honum 6 framlagspunktum.

Leikurinn var jafn að loknum fyrsta fjórðungi 21-21. Heimamenn í Obradoiro tóku yfir í öðrum leikhluta og fóru með níu stiga forystu inn í leikhléið, 48-39.

Þeir héldu áfram eins og frá var horfið í seinni hálfleik, unnu þriðja leikhlutann með 11 stigum og leiddu 74-56 fyrir síðasta fjórðunginn. Lokatölur urðu 96-77.

Valencia er í þriðja sæti deildarinnar en Obradoiro í því 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×