Þorsteinn frá Hamri er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2018 19:41 Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Þorsteins. Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi við Héraðsskólann í Reykholti 1954 og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955 til 1957. Þorsteinn vann sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967 en eftir það fékkst hann við ritstörf, samhliða prófarkalestri, þýðingum og gerð útvarpsþátta. Hann var í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968, varamaður í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1984 til 1986 og meðstjórnandi þess 1986 til 1988. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga sambandsins árið 2006. Tvítugur að aldri gaf Þorsteinn út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli en alls urðu ljóðabækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einnig skáldsögur og sagnaþætti og eftir hann liggja fjölmargar þýðingar. Þorsteinn hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum: Árið 1972 fyrir Himinbjargarsögu eða Skógardraum, 1979 fyrir Fiðrið úr sæng Daladrottningar, 1984 fyrir Spjótalög á spegil, 1992 fyrir Vatns götur og blóðs og árið 2015 fyrir Skessukatla. Þá var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1995 fyrir Það talar í trjánum og 1999 fyrir Meðan þú vaktir. Þorsteinn hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 1981 fyrir skáldsöguna Haust í Skírisskógi, Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1991, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2004 og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2009. Árið 1996 var honum veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og Heiðurslaun Alþingis frá 2001. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, dönsku, sænsku og kínversku, auk esperantó og annarra tungumála. Eftirlifandi sambýliskona Þorsteins er Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún. Börn Þorsteins og Ástu Sigurðardóttur eru Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er Egill. Andlát Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Þorsteinn (Jónsson) frá Hamri rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Þorsteins. Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi við Héraðsskólann í Reykholti 1954 og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955 til 1957. Þorsteinn vann sem aðstoðarbókavörður á Bókasafni Kópavogs frá 1961 til ársins 1967 en eftir það fékkst hann við ritstörf, samhliða prófarkalestri, þýðingum og gerð útvarpsþátta. Hann var í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968, varamaður í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1984 til 1986 og meðstjórnandi þess 1986 til 1988. Þorsteinn var gerður að heiðursfélaga sambandsins árið 2006. Tvítugur að aldri gaf Þorsteinn út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli en alls urðu ljóðabækur hans 26 talsins. Þorsteinn skrifaði einnig skáldsögur og sagnaþætti og eftir hann liggja fjölmargar þýðingar. Þorsteinn hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir skáldskap sinn, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1992 fyrir ljóðabókina Sæfarinn sofandi. Hann var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fimm sinnum: Árið 1972 fyrir Himinbjargarsögu eða Skógardraum, 1979 fyrir Fiðrið úr sæng Daladrottningar, 1984 fyrir Spjótalög á spegil, 1992 fyrir Vatns götur og blóðs og árið 2015 fyrir Skessukatla. Þá var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1995 fyrir Það talar í trjánum og 1999 fyrir Meðan þú vaktir. Þorsteinn hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið 1981 fyrir skáldsöguna Haust í Skírisskógi, Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1991, Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar árið 2004 og Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2009. Árið 1996 var honum veittur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ritstörf og Heiðurslaun Alþingis frá 2001. Verk Þorsteins hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál, meðal annars þýsku, ensku, frönsku, ítölsku, dönsku, sænsku og kínversku, auk esperantó og annarra tungumála. Eftirlifandi sambýliskona Þorsteins er Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Dóttir Þorsteins og Laufeyjar er Guðrún. Börn Þorsteins og Ástu Sigurðardóttur eru Dagný, Þórir Jökull, Böðvar Bjarki, Kolbeinn og Guðný Ása. Sonur Þorsteins og Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur er Egill.
Andlát Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira