Einn besti árangur Ólafíu á LPGA eftir glæsilegan lokahring Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. janúar 2018 21:42 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fengu ekkert draumaveður á Paradísareyju. Þrátt fyrir það spilaði Ólafía mjög vel í dag. mynd/golf.is/gabe roux Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira