Einn besti árangur Ólafíu á LPGA eftir glæsilegan lokahring Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. janúar 2018 21:42 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og kollegar hennar fengu ekkert draumaveður á Paradísareyju. Þrátt fyrir það spilaði Ólafía mjög vel í dag. mynd/golf.is/gabe roux Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Pure Silk LPGA mótinu í golfi á einu höggi undir pari eftir virkilega vel spilaðan lokahring. Ólafía spilaði fyrstu níu holurnar í dag á tveimur höggum undir pari og kláraði svo seinni níu á þremur höggum undir pari, fór hringinn því samanlagt á 68 höggum, eða fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn var Ólafía samtals á fjórum höggum yfir pari í mótinu og kláraði mótið því á einu höggi undir pari. Hún lék mjög stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og þrettán pör, slapp alveg við skolla. Þessi flotta spilamenska skilaði henni í 23. - 28. sæti mótsins, en enn eiga þó nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik og því ekki úrséð hver lokastaða Ólafíu verður á mótinu. Ólafía náði aðeins þrisvar sinnum að enda á meðal 30 efstu kylfinga á LPGA mótaröðinni á síðasta tímabili og því byrjar hún nýtt tímabil með trompi. Árangurinn mun líklegast skila Ólafíu verðlaunafé á bilinu 10-15 þúsund dollara.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira