Erlent

Handtekin fyrir að hafa „dansað á klámfenginn hátt“

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Kambódíu hefur birt mynd af hinum grunuðu.
Lögregla í Kambódíu hefur birt mynd af hinum grunuðu. lögregla í kambódíu
Tíu ferðamenn dúsa nú í fangelsi í Kambódíu og gætu átt árs refsingu yfir höfði sér, en fólkið er sagt hafa verið að dansa á klámfenginn hátt og líkja eftir samförum á dansgólfinu í veislu í Siem Reap í noeðausturhluta landsins.

Lögreglan í Kambódíu hefur sýnt ljósmyndir sem eiga að sýna aðfarirnar og einnig hefur lögreglan sent frá sér hópmynd af hinum handteknu.

Breskir miðlar greina frá því að fólkið á hópmyndinni sé sum hvert ekki á hinum dónalegu myndum.

Fólkið sem um ræðir er frá Bretlandi, Nýja Sjálandi, Kanada, Hollandi og Noregi. Svo gæti farið að þau þurfi að vera í fangelsinu í hálft ár áður en mál þeirra verða tekin fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×