Federer er hluti af nýju rútínunni hjá Ólafíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2018 14:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/S2 Sunnudagurinn 29. janúar 2018 var frábær dagur fyrir besta kylfing landsins og það lítur út fyrir að Svisslendingurinn Roger Ferderer hafi átt sinn þátt í því. Roger Federer vann í gær sinn tuttugasta risatitil á ferlinum á opna ástralska risamótinu og bætti þar sem eigið met. Það féllu bæði tár hjá honum og þeim sem horfðu á hann í mótslok. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mikill aðdáandi Roger Federer og hefur alltaf verið. Hún fylgdist með hinni 36 ára gömlu lifandi goðsögn bæta enn einni rósinni í hnappagatið og það hafi frábær áhrif á hana. Ólafía Þórunn þurfti að vakna eldsnemma því hún varð að spila 24 holur á þessum lokadegi þar sem að keppni var frestað daginn áður. Hún þurfti líka að spila mjög vel til að fá að spila fleiri holur en þessar sex til að klára annan hringinn. Aðeins góð spilamennska myndi skila henni í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn gerði það og gott betur. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum hring og bætti síðan við fimm fuglum á þriðja hringnum. Það skilaði henni á einu höggi undir pari samanlagt og 26. sætinu á mótinu. Ólafía sagði frá nýju rútínunni sinni á Twitter og það er ekki að heyra á öðru en að hún sé komin til að vera.Vekjaraklukka 4:30. Horfa á Federer yfir morgunmatnum. Spila nokkrar holur . Horfa meira á Federer. Skipta um föt “white on white” til að vera klædd eins og Federer. Spila fleiri holur. Þetta er formúlan í framtíðinni #nýjarútínan — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Roger Federer er frábær fyrirmynd alveg eins og Ólafía sjálf. Ef þessi byrjun hennar á LPGA-tímabilinu er fyrirboði þess sem koma skal í ár verður mjög spennandi að fylgjast með Íþróttamanni ársins spila með bestu kylfingum í heimi. Nú er bara að vona að Roger Federer sé líka að spila þegar Ólafía keppir næst. Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 28, 2018 at 3:08pm PST Golf Tennis Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sunnudagurinn 29. janúar 2018 var frábær dagur fyrir besta kylfing landsins og það lítur út fyrir að Svisslendingurinn Roger Ferderer hafi átt sinn þátt í því. Roger Federer vann í gær sinn tuttugasta risatitil á ferlinum á opna ástralska risamótinu og bætti þar sem eigið met. Það féllu bæði tár hjá honum og þeim sem horfðu á hann í mótslok. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mikill aðdáandi Roger Federer og hefur alltaf verið. Hún fylgdist með hinni 36 ára gömlu lifandi goðsögn bæta enn einni rósinni í hnappagatið og það hafi frábær áhrif á hana. Ólafía Þórunn þurfti að vakna eldsnemma því hún varð að spila 24 holur á þessum lokadegi þar sem að keppni var frestað daginn áður. Hún þurfti líka að spila mjög vel til að fá að spila fleiri holur en þessar sex til að klára annan hringinn. Aðeins góð spilamennska myndi skila henni í gegnum niðurskurðinn. Ólafía Þórunn gerði það og gott betur. Hún fékk fjóra fugla á síðustu sex holunum á öðrum hring og bætti síðan við fimm fuglum á þriðja hringnum. Það skilaði henni á einu höggi undir pari samanlagt og 26. sætinu á mótinu. Ólafía sagði frá nýju rútínunni sinni á Twitter og það er ekki að heyra á öðru en að hún sé komin til að vera.Vekjaraklukka 4:30. Horfa á Federer yfir morgunmatnum. Spila nokkrar holur . Horfa meira á Federer. Skipta um föt “white on white” til að vera klædd eins og Federer. Spila fleiri holur. Þetta er formúlan í framtíðinni #nýjarútínan — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) January 28, 2018 Roger Federer er frábær fyrirmynd alveg eins og Ólafía sjálf. Ef þessi byrjun hennar á LPGA-tímabilinu er fyrirboði þess sem koma skal í ár verður mjög spennandi að fylgjast með Íþróttamanni ársins spila með bestu kylfingum í heimi. Nú er bara að vona að Roger Federer sé líka að spila þegar Ólafía keppir næst. Rollercoaster ride!!! had so much fun in Bahamas with some of my favorite people! -1 total, T25 for the first tournament of the year A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Jan 28, 2018 at 3:08pm PST
Golf Tennis Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira