Þórir og Gyða gerðust túristar í einn dag Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2018 15:30 Skemmtileg tilraun hjá þessum flottu keppendum. Þau Þórir Geir og Gyða Margrét sem syngja eitt af þeim tólf lögum sem keppa í Söngvakeppninni í ár um að verða framlag Íslands í Eurovision voru að gefa út myndband við lagið sitt Brosa. Myndbandið var tekið upp á Suðurlandi og spila Gullfoss og Geysir meðal annars stórt hlutverk í því. „Hugmyndin var að gerast túristar í okkar eigin landi í einn dag og heimsækja nokkrar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands. Það var eimmitt mjög fyndið að áður en við héldum af stað stoppuðum við til að taka bensín og hittum þar rútu fulla af túristum sem voru að fara á nákvæmlega sömu staði og við þannig við vorum strax búin að eignast fullt af vinum þarna kl 07:30 um morguninn,“ segir Þórir Geir. „Svo áttum við eftir að hitta nýju vini okkar aftur og aftur yfir daginn og enduðum svo með að borða með þeim á Geysi.“ „Það var ótrúlega skemmtileg upplifun að taka upp myndband í svona mikilli fegurð og erum við virkilega ánægð með útkomuna. Við vonum svo auðvitað að myndbandið fái fólk til að brosa sem er eimmitt boðskapur lagsins,“ segir Gyða Margrét en mikil spenna er í hópnum sem mun flytja lagið Brosa á fyrra undankvöldinu þann 10.Febrúar. Höfundar lags og texta eru þeir Guðmundur Þórarinsson og Fannar Freyr Magnússon. Bassi Ólafsson sá um hljóðblöndun @Stúdíó Tónverk. Hér að neðan má sjá myndband þeirra. Eurovision Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira
Þau Þórir Geir og Gyða Margrét sem syngja eitt af þeim tólf lögum sem keppa í Söngvakeppninni í ár um að verða framlag Íslands í Eurovision voru að gefa út myndband við lagið sitt Brosa. Myndbandið var tekið upp á Suðurlandi og spila Gullfoss og Geysir meðal annars stórt hlutverk í því. „Hugmyndin var að gerast túristar í okkar eigin landi í einn dag og heimsækja nokkrar af fallegustu náttúruperlum Suðurlands. Það var eimmitt mjög fyndið að áður en við héldum af stað stoppuðum við til að taka bensín og hittum þar rútu fulla af túristum sem voru að fara á nákvæmlega sömu staði og við þannig við vorum strax búin að eignast fullt af vinum þarna kl 07:30 um morguninn,“ segir Þórir Geir. „Svo áttum við eftir að hitta nýju vini okkar aftur og aftur yfir daginn og enduðum svo með að borða með þeim á Geysi.“ „Það var ótrúlega skemmtileg upplifun að taka upp myndband í svona mikilli fegurð og erum við virkilega ánægð með útkomuna. Við vonum svo auðvitað að myndbandið fái fólk til að brosa sem er eimmitt boðskapur lagsins,“ segir Gyða Margrét en mikil spenna er í hópnum sem mun flytja lagið Brosa á fyrra undankvöldinu þann 10.Febrúar. Höfundar lags og texta eru þeir Guðmundur Þórarinsson og Fannar Freyr Magnússon. Bassi Ólafsson sá um hljóðblöndun @Stúdíó Tónverk. Hér að neðan má sjá myndband þeirra.
Eurovision Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Fleiri fréttir Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Sjá meira