Gylfi segist ekkert hafa að óttast Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2018 16:30 Báðir verkalýðsforingjarnir fagna auknu framboði af fólki sem vill leggja sitt af mörkum í verkalýðshreyfingunni. Mynd/samsett Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“ Kjaramál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“
Kjaramál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira