„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi. Kjaramál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi.
Kjaramál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira