Deilan um vinnubúðir álversins fer fyrir dóm Haraldur Guðmundsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Vinnubúðirnar á Reyðarfirði voru tvö þúsund manna þorp. Fréttablaðið/Vilhelm Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði hefur stefnt og krefst lóðarleigu frá Stracta Konstruktion sem keypti gömlu vinnubúðirnar sem reistar voru á byggingartíma álversins. Eigandi Stracta ætlar að gagnstefna Fjarðaáli ef fyrirtækið greiðir ekki 128 milljónir króna og virðisaukaskatt sem hann segir álverið hafa skapað sér með vegartálmum á lóðinni. Íslenska einkahlutafélagið Stracta Konstruktion keypti vinnubúðirnar eða um 690 hús á 200 milljónir króna árið 2012. Þar bjuggu um tvö þúsund manns á byggingartíma álversins. Stracta hefur selt byggingarnar í hótel og sem vinnubúðir og skólastofur en um 150 hús eru enn eftir á lóðinni. Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta og einn eigenda félagsins, hefur sagt að fyrrverandi starfsmaður Fjarðabyggðar hafi árið 2012 spillt fyrir og tafið sölu á hluta húsanna. Í maí í fyrra hafi hann svo ætlað að sækja húsin sem eftir eru en þá hafi Fjarðaál komið fyrir vegartálmum. „Ég var búinn að selja sum húsin og þurfti að endurgreiða þau, var með tilboð í önnur og lenti í stórtjóni út af þessu. Við munum gagnstefna og skuldum þeim ekki neitt. Þeir tóku að sér að greiða einhver stöðugjöld til Fjarðabyggðar sem þeim var kunnugt um að ég átti ekki að greiða því með framferði byggingarfulltrúa þar þá seldist ekkert af svæðinu í tvö ár vegna óhróðurs sem hún dreifði um gæði húsanna. Þannig fórum við yfir á tíma á geymslusvæðinu og neituðum að borga gjaldið því Fjarðabyggð olli þessu,“ segir Hreiðar. „Þau hús sem ekki var búið að selja átti flutningafyrirtækið Fljótavík að flytja til Orrustustaða í Skaftárhreppi sem átti að selja til uppbyggingar hótels Stracta. Þar við situr og nú munum við stefna þeim til greiðslu á 128 milljónum auk virðisaukaskatts og kostnaðar.“ Álverið hefur þurft að greiða stöðugjöld af vinnuþorpinu til sveitarfélagsins og rift kaupsamningnum. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að staðfesta að krafan sé vegna lóðarleigu og að vinnubúðirnar séu ekki enn seldar.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira