Árlegur djúskúr Nova hefur reynst starfsmönnum erfiður Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2018 13:45 Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, var á djúskúrnum í fyrra en tekur grænmetismánuð í ár. Vísir Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins Nova eru nú á lokadegi djúskúrs sem hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þegar einhver fer á djúskúr drekkur hann aðeins safa yfir daginn og neytir því ekki fastrar fæðu.Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason greindi í gær frá samskiptum sínum við tvo unga starfsmenn Nova sem hann hafði ekki fengið neina úrlausn hjá á sínum málum.Á leið sinni út úr þjónustuverinu vatt sér upp að honum hressileg stúlka sem bauðst til aðstoða Hallgrím og fékk hann líka þessa fínustu þjónustu. Hallgrímur segist hafa spurt stúlkuna hvernig stæði á því að þessir piltar hefðu ekki getað aðstoðað hann. Stúlkan greindi Hallgrími frá því að þeir væru á djúskúr fyrirtækisins og næðu vart að hugsa heila hugsun fyrir svengd.Fékk enga úrlausn hjá Nova eftir að hafa talað við 2 unga tappa. Á útleið vildi hressileg stúlka aðstoða mig og gerði það svona líka vel. Ég spurði afhverju strákarnir væru svona slappir. Hún: "Þeir eru allir á þessum fáránlega djúskúr fyrirtækisins og hálf heilalausir af svengd"— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 9, 2018 Hallgrímur greindi frá málinu á Twitter en Nova brást við því með því að senda skáldinu djúskúrinn heim að dyrum í gær en pakkanum fylgdi sú skipun að Hallgrímur mætti alls ekki fóðra sendilinn.Rithöfundurinn greindi frá því í dag að hann hefði byrjað á kúrnum í gær og litist nokkuð vel á hann. Segist hann ætla að vera á kúrnum í þrjá daga og að hann finndi strax mun á sér og grínaðist með að honum litist hreinlega vel á Eyþór Arnalds sem oddvita á lista Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Ath: Fékk sjálfan safakúrinn sendan heim í gær frá Nova (!) og er byrjaður, verð á honum næstu 3 daga. Mun ekki keyra bíl eða kaupa á netinu og ekki hringja í mig fyrr en um helgina. Takk samt @nova_island (Finn strax fyrir breytingu, líst bara vel á Eyþór Arnalds í borgina..) pic.twitter.com/cWfUuuPQPN— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 10, 2018 Styttu kúrinn í ár af fenginni reynslu Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að Nova hafi boðið starfsmönnum sínum upp á þennan djúskúr í janúar síðastliðin þrjú ár.„Það er fín byrjun á árinu að taka smá hreinsun,“ segir Liv en fyrstu tvö skiptin voru starfsmennirnir á þessum djúskúr í heila vinnuviku en af fenginni reynslu var ákveðið að stytta kúrinn niður í þrjá daga í ár.„Þetta hefur reynst starfsfólkinu erfitt þannig að við tökum þrjá daga í ár en ekki fimm,“ segir Lvi.Forstjórinn tekur grænmetismánuð Hún segir starfsfólkið fá senda þrjá poka af djús á mánudegi sem þeir drekka yfir daginn. Um er að ræða blöndu af allskyns söfum en heilt yfir mega starfsmennirnir drekka átta slíka drykki á dag og þurfa auk þess að halda sig frá kaffi og víni á meðan kúrnum stendur.Liv segist hafa tekið þátt í þessum lúr í fyrra en ekki í ár. „Ég held auðvitað að þetta geti gert fólki gott en ég fer frekar í grænmetismánuð frekar en að djúsa,“ segir Liv.65 af 140 starfsmönnum Nova taka þátt í þessum kúr í ár en Liv segir fólk fara misvel út úr djúskúrnum.„Margir hafa ekki úthald í þrjá daga en langflestir komast í gengum þetta,“ segir Liv. Heilsa Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira
Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins Nova eru nú á lokadegi djúskúrs sem hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þegar einhver fer á djúskúr drekkur hann aðeins safa yfir daginn og neytir því ekki fastrar fæðu.Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason greindi í gær frá samskiptum sínum við tvo unga starfsmenn Nova sem hann hafði ekki fengið neina úrlausn hjá á sínum málum.Á leið sinni út úr þjónustuverinu vatt sér upp að honum hressileg stúlka sem bauðst til aðstoða Hallgrím og fékk hann líka þessa fínustu þjónustu. Hallgrímur segist hafa spurt stúlkuna hvernig stæði á því að þessir piltar hefðu ekki getað aðstoðað hann. Stúlkan greindi Hallgrími frá því að þeir væru á djúskúr fyrirtækisins og næðu vart að hugsa heila hugsun fyrir svengd.Fékk enga úrlausn hjá Nova eftir að hafa talað við 2 unga tappa. Á útleið vildi hressileg stúlka aðstoða mig og gerði það svona líka vel. Ég spurði afhverju strákarnir væru svona slappir. Hún: "Þeir eru allir á þessum fáránlega djúskúr fyrirtækisins og hálf heilalausir af svengd"— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 9, 2018 Hallgrímur greindi frá málinu á Twitter en Nova brást við því með því að senda skáldinu djúskúrinn heim að dyrum í gær en pakkanum fylgdi sú skipun að Hallgrímur mætti alls ekki fóðra sendilinn.Rithöfundurinn greindi frá því í dag að hann hefði byrjað á kúrnum í gær og litist nokkuð vel á hann. Segist hann ætla að vera á kúrnum í þrjá daga og að hann finndi strax mun á sér og grínaðist með að honum litist hreinlega vel á Eyþór Arnalds sem oddvita á lista Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Ath: Fékk sjálfan safakúrinn sendan heim í gær frá Nova (!) og er byrjaður, verð á honum næstu 3 daga. Mun ekki keyra bíl eða kaupa á netinu og ekki hringja í mig fyrr en um helgina. Takk samt @nova_island (Finn strax fyrir breytingu, líst bara vel á Eyþór Arnalds í borgina..) pic.twitter.com/cWfUuuPQPN— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 10, 2018 Styttu kúrinn í ár af fenginni reynslu Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að Nova hafi boðið starfsmönnum sínum upp á þennan djúskúr í janúar síðastliðin þrjú ár.„Það er fín byrjun á árinu að taka smá hreinsun,“ segir Liv en fyrstu tvö skiptin voru starfsmennirnir á þessum djúskúr í heila vinnuviku en af fenginni reynslu var ákveðið að stytta kúrinn niður í þrjá daga í ár.„Þetta hefur reynst starfsfólkinu erfitt þannig að við tökum þrjá daga í ár en ekki fimm,“ segir Lvi.Forstjórinn tekur grænmetismánuð Hún segir starfsfólkið fá senda þrjá poka af djús á mánudegi sem þeir drekka yfir daginn. Um er að ræða blöndu af allskyns söfum en heilt yfir mega starfsmennirnir drekka átta slíka drykki á dag og þurfa auk þess að halda sig frá kaffi og víni á meðan kúrnum stendur.Liv segist hafa tekið þátt í þessum lúr í fyrra en ekki í ár. „Ég held auðvitað að þetta geti gert fólki gott en ég fer frekar í grænmetismánuð frekar en að djúsa,“ segir Liv.65 af 140 starfsmönnum Nova taka þátt í þessum kúr í ár en Liv segir fólk fara misvel út úr djúskúrnum.„Margir hafa ekki úthald í þrjá daga en langflestir komast í gengum þetta,“ segir Liv.
Heilsa Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Felix kveður Eurovision Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Sjá meira