Fagleg og yfirveguð viðbrögð við mjög ógnvekjandi atburði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2018 09:00 Rósa Guðbjartsdóttir hrósar flugliðum WOW Air í hástert fyrir viðbrögð þeirra við erfiðum aðstæðum. Vísir Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Farþegi í flugi WOW Air frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags veiktist alvarlega þegar um klukkustund var eftir til Íslands. Farþegi um borð segir viðbrögð áhafnarinnar hafa verið til fyrirmyndar, svo góð raunar að hún hugsar stöðugt um þau. „Má til með að hrósa áhöfninni í flugi WW174 sem var á leið frá Los Angeles til Keflavíkur aðfaranótt sunnudags. Undir lok flugsins varð einn farþeginn, ung stúlka, alvarlega veik og nærstöddum mjög brugðið. Áhöfnin brást við á aðdáunarverðan hátt, yfirvegað og faglega rétt eins og hvert einasta þeirra væri þaulvant slíkum aðstæðum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á Facebook.Dáðist að flugliðunum Í samtali við Vísi segist Rósa hafa hugsað mikið um þetta síðan hún gekk frá borði. Um leið hafi hún hrósað flugliðunum en það hefði verið mjög góð tilfinning að upplifa hve vel flugfreyjurnar væru þjálfaðar og sinntu vinnu sinni faglega. „Það sem mestu máli skipti var að þau náðu að bæta ástand sjúklingsins fyrir lendingu áður en sjúkraliðar tóku við en létu á meðan á þessu stóð viðstadda fá traustvekjandi tilfinningu, jafnvel þótt liði yfir farþega sem horfði upp á ástand stúlkunnar. Ég hef sem betur fer aldrei áður orðið vitni að atburði sem þessum í flugi en dáðist svo innilega að flugliðunum í skelfilegum aðstæðunum.“ Eftir því sem Vísir kemst næst var um erlendan ferðamann að ræða, stúlku á menntaskólaaldri. Hún var á ferðalagi með systur sinni en þegar um klukkustund var eftir af fluginu til Íslands fékk hún heiftarlegt flogakast, í fyrsta skipti.Eigum að hrósa meira Rósa segir hafa verið erfitt að horfa upp á veikindi stúlkunnar á gólfi flugvélarinnar. Þökk sé viðbrögðum áhafnar hafi farþegar aldrei upplifað annað en að stúlkan væri í góðum höndum. Fyrir það sé rétt að hrósa segir Rósa sem hefur fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni á Facebook. „Við gerum ekki nóg af því að hrósa, erum meira í því að kvarta. Það er eitthvað sem einkennir okkur í þessu þjóðfélagi,“ segir Rósa.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent