Nágrannar á móti nýbyggingu í stað veggjatítluhúss Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. janúar 2018 08:00 Eigendur Austurgötu 36 berjast enn fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra hús í stað þess sem ónýtt er. Fréttablaðið/Ernir Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. Fimm manna fjölskylda flúði húsið og heldur til í leiguhúsnæði. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hafa síðustu mánuðir fjölskyldunnar farið í að berjast fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra steinhús á lóðinni í stað hins ónýta bárujárnsklædda timburhúss. Í október sagði Anna Gyða Pétursdóttir, eigandi hússins, í Fréttablaðinu að þau litu svo á að kröfur þeirra væru raunhæfar og að um væri að ræða steinhús í gömlum stíl sem passi vel inn í virðulega götumyndina. „Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna, sem væri bara galið.“Sjá einnig: Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það viðhorf kemur einmitt fram í athugasemd Björns Péturssonar, bæjarminjavarðar Hafnarfjarðar, við breytingarnar sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og byggingarráðs bæjarins á þriðjudag ásamt athugasemdum tveggja nágranna. Þar leggur Björn til að leitað verði allra leiða til að vernda hið ónýta hús og gera það upp í upprunalegri mynd. Ef svo „ólíklega vill til“ að það sé ekki gerlegt verði gerð krafa um að sams konar bárujárnsklætt timburhús verði byggt svo það raski ekki götumyndinni. Íbúi í næsta húsi við Austurgötu 36 leggst gegn nýbyggingunni þar sem hún muni auka skuggavarp á lóð hans og að hún stríði þannig gegn hagsmunum hans. Nágranni í Mjóasundi 3 bendir á að eign hans sé friðuð og kjallari hlaðinn úr grjóti án styrkingar. Fyrirhuguð stækkun og dýpkun á grunni Austurgötu 36 muni því líklega valda tjóni á hans eign. Þá mælist hann einnig til að beðið verði með frekari ákvarðanir varðandi hið nýja hús þar til málaferli núverandi eigenda Austurgötu 36 við fyrri eigendur eru til lykta leidd. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Þrjár athugasemdir bárust um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Nágrannar óttast skuggavarp og eignatjón. Fimm manna fjölskylda flúði húsið og heldur til í leiguhúsnæði. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hafa síðustu mánuðir fjölskyldunnar farið í að berjast fyrir því að fá að reisa nýtt og stærra steinhús á lóðinni í stað hins ónýta bárujárnsklædda timburhúss. Í október sagði Anna Gyða Pétursdóttir, eigandi hússins, í Fréttablaðinu að þau litu svo á að kröfur þeirra væru raunhæfar og að um væri að ræða steinhús í gömlum stíl sem passi vel inn í virðulega götumyndina. „Okkur hefur fundist að menn vilji bara annað lítið bárujárnshús þarna, sem væri bara galið.“Sjá einnig: Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það viðhorf kemur einmitt fram í athugasemd Björns Péturssonar, bæjarminjavarðar Hafnarfjarðar, við breytingarnar sem lagðar voru fram á fundi skipulags- og byggingarráðs bæjarins á þriðjudag ásamt athugasemdum tveggja nágranna. Þar leggur Björn til að leitað verði allra leiða til að vernda hið ónýta hús og gera það upp í upprunalegri mynd. Ef svo „ólíklega vill til“ að það sé ekki gerlegt verði gerð krafa um að sams konar bárujárnsklætt timburhús verði byggt svo það raski ekki götumyndinni. Íbúi í næsta húsi við Austurgötu 36 leggst gegn nýbyggingunni þar sem hún muni auka skuggavarp á lóð hans og að hún stríði þannig gegn hagsmunum hans. Nágranni í Mjóasundi 3 bendir á að eign hans sé friðuð og kjallari hlaðinn úr grjóti án styrkingar. Fyrirhuguð stækkun og dýpkun á grunni Austurgötu 36 muni því líklega valda tjóni á hans eign. Þá mælist hann einnig til að beðið verði með frekari ákvarðanir varðandi hið nýja hús þar til málaferli núverandi eigenda Austurgötu 36 við fyrri eigendur eru til lykta leidd.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00 Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Berjast fyrir draumnum í veggjatítlumartröð Það var fimm manna fjölskyldu í Hafnarfirði áfall þegar ljóst varð að heimili hennar væri ónýtt eftir veggjatítlur og myglu. Þau vildu rífa húsið og byggja nýtt en þar hófst barátta þeirra fyrir alvöru. 3. október 2017 06:00
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45
Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 7. maí 2017 09:27