Erlent

Ungverjar ákveða kjördag

Atli Ísleifsson skrifar
Viktor Orban tók við embætti forsætisráðherra Ungverjalands árið 2010.
Viktor Orban tók við embætti forsætisráðherra Ungverjalands árið 2010. Vísir/AFP
Þingkosningar munu fara fram í Ungverjalandi sunnudaginn 8. apríl næstkomandi. Frá þessu greindi Jens Ader, forseti landsins, í dag.

Kannanir benda til að hinn umdeildi Viktor Orban forsætisráðherra og flokkur hans muni bera sigur úr býtum. Vinni Orban sigur mun hann stýra landinu þriðja kjörtímabilinu.

Andstæðingar Orban segja að þjóðernisstefna hans og miðstýring hafi leitt af sér stjórn sem sem einkennist af valdboði. Stuðningsmenn forsætisráðherrans segja hann hins vegar hafa gert umbætur í landinu eftir margra ára stöðnun.

Orban sagði í síðustu viku að kosningarnar muni skera úr um það hvort að Ungverjaland „verði land fyrir Ungverja eða land innflytjenda.“ Stjórn Orban hefur verið með harða stefnu í málefnum innflytenda.

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hægriöfgaflokkurinn Jobbik, mælist nú með tæplega 20 prósent fylgi, en Fidesz-flokkur Orban með um fimmtíu prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×