„Stórvægilegar“ breytingar á Facebook í vændum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. janúar 2018 06:32 Mark Zuckerberg bregst við gagnrýni og boðar breytingar. Vísir/Getty Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum. Minni líkur verða því á að færslu þeirra rati fyrir augu almennra notenda á Facebook. Þess í stað mun samfélagsmiðillinn leggja áherslu á færslur sem vekja upp umræður meðal vina og fjölskyldumeðlima og reyna þannig að tryggja að innlegg með persónulega skírskotun fari ekki framhjá notendum Facebook. Fyrirtæki og fjölmiðlar mega því gera ráð fyrir að vinsældir færslna þeirra muni minnka tilfinnanlega á næstu vikum. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að þetta sé gert til að bregðast við gagnrýni notenda. Þeim hafi þótt færslur fyrirtækja taka of mikið pláss á fréttaveitunni sinni og að persónulegar færslur vina og vandamanna liðu fyrir það. „Með þessum breytingum býst ég við að fólk muni verja minni tíma á Facebook og að einhver virkni muni minnka,“ er haft eftir Zuckerberg á vef breska ríkisútvarpsins. „En tíminn sem það ver á Facebook verður notendunum vonandi þeim mun dýrmætari fyrir vikið.“ Zuckberg lýsti því í upphafi árs að hann hygðist „laga Facebook“ eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni vegna falsfrétta á miðlinum í aðdraganda kosninga síðustu ára. Prófessor í fjölmiðlafræði við Harvard segir að fyrirhugaðar breytingar á Facebook séu „stórvægilegar“ enda muni þær leiða til þess að fréttir, og um leið falsfréttir, rati síður til notenda. Aftur á móti þurfi Facebook að útskýra betur hvaða færslur verða dregnar fram í sviðsljósið og hverjar ekki. Aðeins þær umdeildustu, sem vekja mikið umtal, eða jafnvel umræður innan þeirra hópa sem notandinn skráir sig í? Það liggi ekki fyrir sem stendur. Facebook Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Facebook mun á næstu vikum draga úr náttúrulegri dreifingu færslna frá fyrirtækjum og fjölmiðlum á samfélagsmiðlinum. Minni líkur verða því á að færslu þeirra rati fyrir augu almennra notenda á Facebook. Þess í stað mun samfélagsmiðillinn leggja áherslu á færslur sem vekja upp umræður meðal vina og fjölskyldumeðlima og reyna þannig að tryggja að innlegg með persónulega skírskotun fari ekki framhjá notendum Facebook. Fyrirtæki og fjölmiðlar mega því gera ráð fyrir að vinsældir færslna þeirra muni minnka tilfinnanlega á næstu vikum. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að þetta sé gert til að bregðast við gagnrýni notenda. Þeim hafi þótt færslur fyrirtækja taka of mikið pláss á fréttaveitunni sinni og að persónulegar færslur vina og vandamanna liðu fyrir það. „Með þessum breytingum býst ég við að fólk muni verja minni tíma á Facebook og að einhver virkni muni minnka,“ er haft eftir Zuckerberg á vef breska ríkisútvarpsins. „En tíminn sem það ver á Facebook verður notendunum vonandi þeim mun dýrmætari fyrir vikið.“ Zuckberg lýsti því í upphafi árs að hann hygðist „laga Facebook“ eftir að hafa setið undir harðri gagnrýni vegna falsfrétta á miðlinum í aðdraganda kosninga síðustu ára. Prófessor í fjölmiðlafræði við Harvard segir að fyrirhugaðar breytingar á Facebook séu „stórvægilegar“ enda muni þær leiða til þess að fréttir, og um leið falsfréttir, rati síður til notenda. Aftur á móti þurfi Facebook að útskýra betur hvaða færslur verða dregnar fram í sviðsljósið og hverjar ekki. Aðeins þær umdeildustu, sem vekja mikið umtal, eða jafnvel umræður innan þeirra hópa sem notandinn skráir sig í? Það liggi ekki fyrir sem stendur.
Facebook Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira