Borgin kaupir Sævarhöfða á milljarð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. janúar 2018 16:08 Gísli Gíslason hafnarstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn Mynd/Reykjavíkurborg Í dag var gengið frá kaupum Reykjavíkurborgar á Sævarhöfða 33 af Faxaflóahöfnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn. Kaupin eru gerð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni og landfyllingu henni tengdri. Á vef Reykjavíkurborgar segir að heildargreiðslur fyrir landið og húseignir eru nær 1,1 milljarður króna. Lóðin Sævarhöfði 33 er alls um 76 þús. fermetrar en einnig er keypt 400 fermetra skrifstofubygging, rúmlega 800 fermetra verkstæði og 400 fermetra vörugeymsla, sem og 100 metra viðlegukantur. Kaupin eru gerð að undangengnum samningum við Björgun ehf. um brottflutning og hreinsun svæðisins ásamt gerð hluta þeirrar landfyllingar sem fyrirhuguð er. Um langt skeið hefur legið fyrir að notkun svæðisins muni breytast úr hafntengd starfsemi yfir í íbúðabyggð. Fyrir liggur rammaskipulag um svæðið og er deilskipulag í auglýsingaferli. Umhverfismat fyrir landfyllingu liggur fyrir ásamt framkvæmdaleyfi og eru framkvæmdir við fyllingargerðina hafnar af hálfu Björgunar samkvæmt verksamningi milli Faxaflóahafna og Björgunar þar um. Björgun mun afhenda lóðina í áföngum og verður síðasti hlutinn afhentur 1. júní 2019. Byggingarhæfar lóðir verða þó til á hluta svæðisins nokkru fyrr, en lengri tíma mun taka að gera lóðir byggingarhæfar á nýrri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að hefja gatnaframkvæmdir á þessu ári á hluta svæðisins. Vilyrði fyrir tveimur lóðum á svæðinu hefur þegar verið veitt. Annars vegar til Bjargs hses. og hins vegar til Búseta á þeim lóðum sem verða fyrstar byggingarhæfar. Eftir því sem að landfyllingu vindur fram og hægt verður að losa jarðefni af þegar gerðu landi verður fyrsti hluti svæðisins síðan einnig byggingarhæfur. Samkvæmt deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir að á svæðinu muni rísa svokallaða Bryggjuhverfi vestur sem er hluti af uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600.Gert er ráð fyrir að bryggjuhverfið muni líta nokkurn veginn svona út.Mynd/Arkís, Verkís og Landslag Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. 7. júní 2017 14:12 Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. 9. janúar 2018 14:30 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Í dag var gengið frá kaupum Reykjavíkurborgar á Sævarhöfða 33 af Faxaflóahöfnum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri skrifuðu undir kaupsamninginn. Kaupin eru gerð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni og landfyllingu henni tengdri. Á vef Reykjavíkurborgar segir að heildargreiðslur fyrir landið og húseignir eru nær 1,1 milljarður króna. Lóðin Sævarhöfði 33 er alls um 76 þús. fermetrar en einnig er keypt 400 fermetra skrifstofubygging, rúmlega 800 fermetra verkstæði og 400 fermetra vörugeymsla, sem og 100 metra viðlegukantur. Kaupin eru gerð að undangengnum samningum við Björgun ehf. um brottflutning og hreinsun svæðisins ásamt gerð hluta þeirrar landfyllingar sem fyrirhuguð er. Um langt skeið hefur legið fyrir að notkun svæðisins muni breytast úr hafntengd starfsemi yfir í íbúðabyggð. Fyrir liggur rammaskipulag um svæðið og er deilskipulag í auglýsingaferli. Umhverfismat fyrir landfyllingu liggur fyrir ásamt framkvæmdaleyfi og eru framkvæmdir við fyllingargerðina hafnar af hálfu Björgunar samkvæmt verksamningi milli Faxaflóahafna og Björgunar þar um. Björgun mun afhenda lóðina í áföngum og verður síðasti hlutinn afhentur 1. júní 2019. Byggingarhæfar lóðir verða þó til á hluta svæðisins nokkru fyrr, en lengri tíma mun taka að gera lóðir byggingarhæfar á nýrri landfyllingu. Gert er ráð fyrir að hefja gatnaframkvæmdir á þessu ári á hluta svæðisins. Vilyrði fyrir tveimur lóðum á svæðinu hefur þegar verið veitt. Annars vegar til Bjargs hses. og hins vegar til Búseta á þeim lóðum sem verða fyrstar byggingarhæfar. Eftir því sem að landfyllingu vindur fram og hægt verður að losa jarðefni af þegar gerðu landi verður fyrsti hluti svæðisins síðan einnig byggingarhæfur. Samkvæmt deiliskipulagstillögu er gert ráð fyrir að á svæðinu muni rísa svokallaða Bryggjuhverfi vestur sem er hluti af uppbyggingu Elliðaárvogs og Ártúnshöfða en samkvæmt rammaskipulagi svæðisins er gert ráð fyrir að íbúðir á svæðinu gætu orðið á bilinu 5.100-5.600.Gert er ráð fyrir að bryggjuhverfið muni líta nokkurn veginn svona út.Mynd/Arkís, Verkís og Landslag
Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. 7. júní 2017 14:12 Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. 9. janúar 2018 14:30 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Stefnt að uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða á Ártúnshöfða Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. 7. júní 2017 14:12
Hillir undir bryggjuhverfi á lóð Björgunar Reykjavíkurborg hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svokallað Bryggjuhverfi vestur á athafnasvæði Björgunar í Sævarhöfða. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða verði að hámarki 833. 9. janúar 2018 14:30
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00