Dúnúlpur og blúndukjólar frá Valentino Ritstjórn skrifar 13. janúar 2018 09:00 Myndir/Valentino Dúnúlpur og snákamunstur er það sem sem ítalska tískuhúsið Valentino býður upp á í svokallaðri millilínu sinni fyrir næsta haust. Millilínur tískuhúsanna, núna kallaðar pre fall þykja gefa ágæta vísbendingu um hvað koma skal í þegar haust-og vetrarlínurnar verða sýndar á tískupöllunum í næsta mánuði. Það er því forvitnilegt að skoða og spá í trendum ársins sem er framundan. Valentino hefur ávallt verið þekkt fyrir kvenleg snið sín, guðdómlega kjóla og gullfalleg efni. Engin undantekning var á því núna þó að dúnúlpurnar, sem voru gerðar í samstarfi við útivistarmerkið Moncler, gefa þessari línu nýjan og hversdagslegri tón. Rauði liturinn heldur áfram, útsaumur og snákamynstur í lit. Við erum hrifnar og verðum illa sviknar ef við sjáum ekki einhvern af þessum kjólum á rauða dreglinum á næstu mánuðum. Mest lesið Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Tyra Banks mun kenna við Stanford háskólann Glamour Farðu í stuttermabol undir sumarkjólinn Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Beyoncé hannar fatalínu Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Hittu leikarana úr Skam Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour
Dúnúlpur og snákamunstur er það sem sem ítalska tískuhúsið Valentino býður upp á í svokallaðri millilínu sinni fyrir næsta haust. Millilínur tískuhúsanna, núna kallaðar pre fall þykja gefa ágæta vísbendingu um hvað koma skal í þegar haust-og vetrarlínurnar verða sýndar á tískupöllunum í næsta mánuði. Það er því forvitnilegt að skoða og spá í trendum ársins sem er framundan. Valentino hefur ávallt verið þekkt fyrir kvenleg snið sín, guðdómlega kjóla og gullfalleg efni. Engin undantekning var á því núna þó að dúnúlpurnar, sem voru gerðar í samstarfi við útivistarmerkið Moncler, gefa þessari línu nýjan og hversdagslegri tón. Rauði liturinn heldur áfram, útsaumur og snákamynstur í lit. Við erum hrifnar og verðum illa sviknar ef við sjáum ekki einhvern af þessum kjólum á rauða dreglinum á næstu mánuðum.
Mest lesið Kristen Stewart var töffari Cannes-hátíðarinnar Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Tyra Banks mun kenna við Stanford háskólann Glamour Farðu í stuttermabol undir sumarkjólinn Glamour Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Beyoncé hannar fatalínu Glamour Fylgja SKAM eftir með glænýrri seríu Glamour Hittu leikarana úr Skam Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour