Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Lyklafellslína á að fara yfir ósnortið hraun austan við Helgafell sem er afar vel sóttur útivistarstaður af íbúum höfuðborgarsvæðisins. vísir/Ernir Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Eigendur jarðarinnar Selskarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Landsneti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu. Fyrir hafa Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lyklafellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðarinnar. Ragnhildur Jónsdóttir„Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuðborgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypuvinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raforkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti framkvæmdaleyfið á síðasta bæjarstjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.Steinunn Þorsteinsdóttir „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lyklafelli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verður í framhaldi hægt að rífa Hamraneslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnarfjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira