Við getum sýnt heiminum hvernig á að nýta jarðhita Kristján Már Unnarsson skrifar 12. janúar 2018 20:30 Lúðvík S. Georgsson, skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Risasamningar Reykjavík Geothermal við Eþíópíumenn eru stórkostlegt tækifæri fyrir Íslendinga, að mati skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi nemendur skólans, sem lært hafa á Íslandi, gegna nú margir lykilstöðum í jarðhitavæðingu þróunarlanda. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lúðvík S. Georgsson, skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og tvo nemendur skólans. Frá árinu 1979 hafa alls 670 nemendur frá 60 löndum úr öllum heimsálfum sótt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hjá Orkustofnun við Grensásveg. Nemendahóparnir hafa verið 40 talsins á tæpum 40 árum. Þar gleðja fréttir af risasamningum Reykjavík Geothermal við stjórnvöld í Eþíópíu. „Þetta er náttúrlega stórkostlegt tækifæri sem við Íslendingar fáum þarna. Við erum búnir að bíða eftir þessu í nokkur ár að Reykjavík Geothermal nái að klára þessa samninga. Þetta er brautryðjandi samningur þar og þeir eru oft erfiðir. En nú er þetta í höfn,“ segir Lúðvík. Jarðhitaskólinn hefur kennt fjölda nemenda frá Eþíópíu. „Það er það land í Afríku, fyrir utan Kenýa, sem við höfum stutt best við. Þetta þýðir auðvitað það að í framtíðinni þarf Jarðhitaskólinn að gera ennþá meira fyrir Eþíópíu,“ segir Lúðvík.Samuel Ng'ang'a, borverkfræðingur frá Kenýa, er í meistaranámi í jarðhitaborun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í skólanum hittum við á tvo nemendur sem báðir eru í meistaranámi, en alls hafa um sextíu nemendur Jarðhitaskólans stundað meistara- og doktorsnám í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Samuel Ng‘ang‘a borverkfræðingur frá Kenýa er að læra um jarðhitaboranir í gegnum ÍSOR. „Við lærum svo mikið. Ég var hérna á sex mánaða námskeiði 2014. Það var hvatning fyrir mig að koma aftur í meistaranám,“ segir Samuel. Irma Khoirunissa umhverfisfræðingur kemur frá Indónesíu til að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum og hyggst miðla þeirri þekkingu áfram til síns heimalands. „Í Indónesíu eru engar reglur um hvernig eigi að taka á útblæstri, til dæmis vegna fólks sem býr nálægt virkjunum. Hérna á Íslandi hafa stjórnvöld ákveðna stefnu,“ segir Irma.Irma Khoirunissa, umhverfisfræðingur frá Indónesíu, er að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Skólastjóri Jarðhitaskólans segir fjölda fyrrverandi nemenda nú í áhrifastöðum við jarðhitanýtingu í sínum heimalöndum. Hann nefnir sem dæmi stórt hitaveituverkefni í Kína. Þar að baki séu fyrrverandi nemendur skólans í lykilstöðum, bæði innan stjórnkerfisins og þess fyrirtækis sem leiði framkvæmdirnar. Aðrar þjóðir horfi til Íslands þegar komi að nýtingu jarðhitans. „Við höfum alla þekkinguna og getum virkilega sýnt heiminum hvernig á að standa að nýtingu jarðhitans,“ segir Lúðvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00 Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Kappahl og Newbie opna á Íslandi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Risasamningar Reykjavík Geothermal við Eþíópíumenn eru stórkostlegt tækifæri fyrir Íslendinga, að mati skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Fyrrverandi nemendur skólans, sem lært hafa á Íslandi, gegna nú margir lykilstöðum í jarðhitavæðingu þróunarlanda. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Lúðvík S. Georgsson, skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, og tvo nemendur skólans. Frá árinu 1979 hafa alls 670 nemendur frá 60 löndum úr öllum heimsálfum sótt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, sem starfræktur er hjá Orkustofnun við Grensásveg. Nemendahóparnir hafa verið 40 talsins á tæpum 40 árum. Þar gleðja fréttir af risasamningum Reykjavík Geothermal við stjórnvöld í Eþíópíu. „Þetta er náttúrlega stórkostlegt tækifæri sem við Íslendingar fáum þarna. Við erum búnir að bíða eftir þessu í nokkur ár að Reykjavík Geothermal nái að klára þessa samninga. Þetta er brautryðjandi samningur þar og þeir eru oft erfiðir. En nú er þetta í höfn,“ segir Lúðvík. Jarðhitaskólinn hefur kennt fjölda nemenda frá Eþíópíu. „Það er það land í Afríku, fyrir utan Kenýa, sem við höfum stutt best við. Þetta þýðir auðvitað það að í framtíðinni þarf Jarðhitaskólinn að gera ennþá meira fyrir Eþíópíu,“ segir Lúðvík.Samuel Ng'ang'a, borverkfræðingur frá Kenýa, er í meistaranámi í jarðhitaborun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Í skólanum hittum við á tvo nemendur sem báðir eru í meistaranámi, en alls hafa um sextíu nemendur Jarðhitaskólans stundað meistara- og doktorsnám í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Samuel Ng‘ang‘a borverkfræðingur frá Kenýa er að læra um jarðhitaboranir í gegnum ÍSOR. „Við lærum svo mikið. Ég var hérna á sex mánaða námskeiði 2014. Það var hvatning fyrir mig að koma aftur í meistaranám,“ segir Samuel. Irma Khoirunissa umhverfisfræðingur kemur frá Indónesíu til að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum og hyggst miðla þeirri þekkingu áfram til síns heimalands. „Í Indónesíu eru engar reglur um hvernig eigi að taka á útblæstri, til dæmis vegna fólks sem býr nálægt virkjunum. Hérna á Íslandi hafa stjórnvöld ákveðna stefnu,“ segir Irma.Irma Khoirunissa, umhverfisfræðingur frá Indónesíu, er að læra um hvernig Íslendingar taka á brennisteinsmengun frá jarðhitavirkjunum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Skólastjóri Jarðhitaskólans segir fjölda fyrrverandi nemenda nú í áhrifastöðum við jarðhitanýtingu í sínum heimalöndum. Hann nefnir sem dæmi stórt hitaveituverkefni í Kína. Þar að baki séu fyrrverandi nemendur skólans í lykilstöðum, bæði innan stjórnkerfisins og þess fyrirtækis sem leiði framkvæmdirnar. Aðrar þjóðir horfi til Íslands þegar komi að nýtingu jarðhitans. „Við höfum alla þekkinguna og getum virkilega sýnt heiminum hvernig á að standa að nýtingu jarðhitans,“ segir Lúðvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00 Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30 Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Kappahl og Newbie opna á Íslandi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Stærstu samningar um sölu á íslenskri jarðhitaþekkingu Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja 520 megavatta jarðhitavirkjana. 10. janúar 2018 20:00
Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. 11. janúar 2018 19:30