Tekst Patriots að klára skylduverkið? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2018 20:12 Tom Brady og Rob Gronkowski hafa verið í miklum ham fyrir Patriots. Vísir/Getty Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld. NFL Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld.
NFL Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti