„Ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er“ Ingvar Þór Björnsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 14. janúar 2018 20:43 Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori. Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori.
Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira