„Ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er“ Ingvar Þór Björnsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 14. janúar 2018 20:43 Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori. Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Geitin Dúlla kom eigendum sínum á óvart í byrjun árs þegar hún bar tveimur kiðlingum, huðnu og hafri. Ekki er vitað hver er faðir kiðlinganna en tveir hafrar á bænum koma til greina. Á Vorsabæ í Skeiða og Gnúpverjahreppi eru nokkrar geitur sem hafðar eru með búskapnum sem liður í að viðhalda íslenska geitastofninum. Það átti engin von á því að Dúlla myndi bera strax en svona getur þó stundum farið þegar náttúran er annars vegar. Stefanía Sigurðardóttir, bóndi í Vorsabæ, segir að Dúlla hafi ekki sagt henni hver faðirinn er. „Það hefur greinilega eitthvað verið ruglað á hormónunum hjá þessari geit í sumar. Það hefur eitthvað gerst í byrjun ágúst en ég er ekki einu sinni viss hver faðirinn er. Hún hefur ekkert sagt mér frá því.“ Segir hún þó að tveir komi til greina. Dúlla er á öðrum vetri og var að eiga kiðlinga í fyrsta sinn. Hún er kollótt en það er óvenjulegt. Ástæðan er sú að kollóttugengin voru nærri útdauð í íslenska geitastofninum en það tókst að bjarga því fyrir tilstuðlan Geitaræktarfélags Íslands. Litlu kiðin hjá Stefaníu fá mjólk úr pela því Dúlla mjólkar ekki nóg fyrir þau. Stefanía er stolt af því að rækta geitur enda segir hún þær skemmtilegar skepnur sem hún líkir helst við hunda. „Mér finnst bara gott að geta lagt eitthvað til við að viðhalda þessum stofni því þetta er náttúrulega landnámsgeitin,“ segir hún. Fjórar huðnur eiga eftir að bera í viðbót í Vorsabæ en það verður þó ekki fyrr en nær dregur vori.
Dýr Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira