Fleiri börn leita til transteymis Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk á Íslandi voru stofnuð fyrir ellefu árum. Félagið á aðild að Samtökunum '78 og tekur jafnan virkan þátt í hinni árlegu Gleðigöngu ásamt mörgum fleiri. vísir/valli Sextán beiðnir bárust barna- og unglingadeild Landspítalans í fyrra vegna kynáttunarvanda unglinga. Þar er starfandi transteymi sem vinnur með börnum og unglingum að átján ára aldri sem ekki eru sátt við það kyn sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Eftirspurnin eftir þjónustu teymisins hefur vaxið undanfarin ár, en í fyrra bárust einnig 16 beiðnir, tíu árið 2015, þrjár beiðnir árið 2014, fjórar árið 2013 og sex 2012. „Þetta er í sjálfu sér frekar nýleg þjónusta hér. Svo þurfum við að vinna í því að efla þetta teymi og þurfum kannski til þess meira fjármagn,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, barnageðlæknir á BUGL. Hún segir teyminu yfirleitt berast beiðnir vegna barna sem komin eru á unglingsár en líka vegna einstaka yngri barna.Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL (t.h.).vísir/stefánÞegar leitað er eftir þjónustu frá teyminu fer af stað ákveðið greiningarferli sem hefst strax í fyrsta viðtali við barnið og foreldra. Þar er útskýrt hvað felst í greiningarferlinu. Á eftir fylgja svo fleiri viðtöl við barnið og viðtöl við foreldra. Óttar Guðmundsson geðlæknir segir fullorðnum einstaklingum sem leita til transteymis á geðsviði líka hafa fjölgað. Þegar byrjað var að veita meðferð fyrir um 20 árum var gert ráð fyrir um tveimur einstaklingum á ári. Nú eru þeir að jafnaði tveir til þrír í mánuði. Hann segir enga skýringu vera á þessari fjölgun. „Þetta er alþjóðleg þróun og sést í öllum okkar nágrannalöndum. „Þessir einstaklingar koma fyrr til greiningar og það er það sem þau sjá á BUGL. Við sjáum nákvæmlega það sama hér í fullorðinsteyminu. Við sjáum fjölgun þessara einstaklinga og þeir verða yngri og yngri sem leita til okkar.“ Óttar segir ekki heldur vera neinar nýjar kenningar um það hvað veldur kynáttunarvandanum. „Það sem skiptir mjög miklu máli er að upplýsingaflæði nútímans sé virkt. Það sem helst hefur breyst er að það er miklu meira upplýsingaflæði fyrir hendi,“ segir hann. Kynjahlutföll hafa gerbreyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því að byrjað var að veita meðferð hér. „Þegar þetta byrjaði þá voru kynjahlutföllin allt önnur. Ein bíólógísk kona á móti fimm karlmönnum. En núna eru kynjahlutföllin svo til þau sömu. Það er kannski 1,5 bíólógískur karl á móti einni konu. Þetta er gjörbreytt,“ segir Óttar. Konum í kynáttunarvanda hefur því fjölgað mikið. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Sextán beiðnir bárust barna- og unglingadeild Landspítalans í fyrra vegna kynáttunarvanda unglinga. Þar er starfandi transteymi sem vinnur með börnum og unglingum að átján ára aldri sem ekki eru sátt við það kyn sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Eftirspurnin eftir þjónustu teymisins hefur vaxið undanfarin ár, en í fyrra bárust einnig 16 beiðnir, tíu árið 2015, þrjár beiðnir árið 2014, fjórar árið 2013 og sex 2012. „Þetta er í sjálfu sér frekar nýleg þjónusta hér. Svo þurfum við að vinna í því að efla þetta teymi og þurfum kannski til þess meira fjármagn,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, barnageðlæknir á BUGL. Hún segir teyminu yfirleitt berast beiðnir vegna barna sem komin eru á unglingsár en líka vegna einstaka yngri barna.Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL (t.h.).vísir/stefánÞegar leitað er eftir þjónustu frá teyminu fer af stað ákveðið greiningarferli sem hefst strax í fyrsta viðtali við barnið og foreldra. Þar er útskýrt hvað felst í greiningarferlinu. Á eftir fylgja svo fleiri viðtöl við barnið og viðtöl við foreldra. Óttar Guðmundsson geðlæknir segir fullorðnum einstaklingum sem leita til transteymis á geðsviði líka hafa fjölgað. Þegar byrjað var að veita meðferð fyrir um 20 árum var gert ráð fyrir um tveimur einstaklingum á ári. Nú eru þeir að jafnaði tveir til þrír í mánuði. Hann segir enga skýringu vera á þessari fjölgun. „Þetta er alþjóðleg þróun og sést í öllum okkar nágrannalöndum. „Þessir einstaklingar koma fyrr til greiningar og það er það sem þau sjá á BUGL. Við sjáum nákvæmlega það sama hér í fullorðinsteyminu. Við sjáum fjölgun þessara einstaklinga og þeir verða yngri og yngri sem leita til okkar.“ Óttar segir ekki heldur vera neinar nýjar kenningar um það hvað veldur kynáttunarvandanum. „Það sem skiptir mjög miklu máli er að upplýsingaflæði nútímans sé virkt. Það sem helst hefur breyst er að það er miklu meira upplýsingaflæði fyrir hendi,“ segir hann. Kynjahlutföll hafa gerbreyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því að byrjað var að veita meðferð hér. „Þegar þetta byrjaði þá voru kynjahlutföllin allt önnur. Ein bíólógísk kona á móti fimm karlmönnum. En núna eru kynjahlutföllin svo til þau sömu. Það er kannski 1,5 bíólógískur karl á móti einni konu. Þetta er gjörbreytt,“ segir Óttar. Konum í kynáttunarvanda hefur því fjölgað mikið.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira