Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Keflavíkurkonur hlupu sigurhring eftir að hafa unnið Njarðvík í úrslitaleik Maltbikars kvenna. vísir/hanna Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013. Dominos-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Keflavík varð bikarmeistari kvenna í fimmtánda sinn eftir sigur á Njarðvík, 74-63, á laugardaginn. Úrslitaleikurinn náði ekki sömu hæðum og undanúrslitaleikirnir hvað spennu og dramatík varðar en var þó jafn lengi vel. Njarðvík, sem hefur ekki enn unnið deildarleik í vetur, hafði komið liða mest á óvart í bikarkeppninni og unnið þrjú lið úr Domino’s-deildinni. En Keflavíkurhindrunin reyndist of stór. Staðan í hálfleik var jöfn, 35-35, en í 3. leikhluta skildi leiðir. Keflavík fékk framlag frá fleiri leikmönnum á meðan Shalonda Winton dró Njarðvíkurvagninn. Hún skoraði 37 stig og tók 23 fráköst í leiknum sem endaði með 11 stiga sigri Keflavíkur, 74-63. Brittanny Dinkins, bandarískur leikmaður Keflavíkur, var valin maður leiksins en hún skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Embla Kristínardóttir var stigahæst í liði Keflvíkinga með 20 stig en hún hitti úr fjórum af sjö þriggja stiga skotum sem hún tók í leiknum. Embla segir að Keflavík hafi alls ekki vanmetið lið Njarðvíkur, þrátt fyrir slæmt gengi þeirra grænu í deildinni. „Við bjuggumst við að þær yrðu góðar. Þær voru búnar að slá út þrjú góð lið. En við vorum tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla sem gekk aftur til liðs við Keflavík um áramótin, eftir tvö og hálft tímabil í herbúðum Grindavíkur. Hún segir það ekki hafa tekið langan tíma að komast inn í hlutina hjá Keflavík. „Það var mjög auðvelt. Ég hef spilað með flestum af þessum stelpum og leikurinn sem Sverrir [Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur] spilar hentar mér mjög vel,“ sagði Embla sem fyllir í skarðið sem Emelía Ósk Gunnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún sleit krossband í hné. „Það er stórt skarð að fylla en ég reyni að gera mitt besta.“ Sem áður sagði skoraði Embla 20 stig í bikarúrslitaleiknum. Hún segist hafa fundið sig vel á fjölum Laugardalshallarinnar. „Mjög svo. Við vorum þolinmóðar í sókninni og tilbúnar í leikinn,“ sagði Embla. Keflavík vann tvöfalt í fyrra og stefnan er sett á að endurtaka leikinn í ár. „Við erum á mikilli uppleið. Stefnan er að verja Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Embla sem varð Íslands- og bikarmeistari með Keflavík 2013.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira