Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 11:30 Albert Guðmundsson í leiknum á móti Indónesíu. Vísir/AFP 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira