Ford ætlar að stórauka fjárfestingu í rafbílaframleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2018 10:20 Bill Ford, stjórnarformaður Ford, kynnti áætlanir Ford um rafknúna framtíð á bílasýningunni í Detroit um helgina. Vísir/AFP Bílaframleiðandinn Ford ætlar að verja ellefu milljörðum dollara í að þróa fjörutíu tegundir blendings- og rafbíla fyrir árið 2022. Stjórnarformaður fyrirtækisins kynnti áformin um að stórauka fjárfestingu í vistvænni bílum á stórri bílasýningu í Detroit um helgina. Upphaflega ætlaði Ford að leggja um fjóra og hálfan milljarð dollara í rafbíla og blendinga fram til 2020. Af þeim fjörutíu tegundum rafknúinna bíla sem Ford ætlar að koma á markað á næstu árum verða sextán rafbílar. Afgangurinn verða blendingsbílar sem geta gengið fyrir bæði rafmagni og jarðefnaeldsneyti, að því er segir í frétt Reuters. Áform Ford og fleiri bílaframleiðanda um að leggja aukna áherslu á rafbílaframleiðslu eru meðal annars tilkominn vegna pressu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bensín- og dísilbílum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kínverjar, Indverjar, Frakkar og Bretar hafa þegar tilkynnt um áætlanir um að taka bifreiðar sem eru knúnar með jarðefnaeldsneyti úr notkun í áföngum á milli 2030 og 2040. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bílaframleiðandinn Ford ætlar að verja ellefu milljörðum dollara í að þróa fjörutíu tegundir blendings- og rafbíla fyrir árið 2022. Stjórnarformaður fyrirtækisins kynnti áformin um að stórauka fjárfestingu í vistvænni bílum á stórri bílasýningu í Detroit um helgina. Upphaflega ætlaði Ford að leggja um fjóra og hálfan milljarð dollara í rafbíla og blendinga fram til 2020. Af þeim fjörutíu tegundum rafknúinna bíla sem Ford ætlar að koma á markað á næstu árum verða sextán rafbílar. Afgangurinn verða blendingsbílar sem geta gengið fyrir bæði rafmagni og jarðefnaeldsneyti, að því er segir í frétt Reuters. Áform Ford og fleiri bílaframleiðanda um að leggja aukna áherslu á rafbílaframleiðslu eru meðal annars tilkominn vegna pressu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá bensín- og dísilbílum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kínverjar, Indverjar, Frakkar og Bretar hafa þegar tilkynnt um áætlanir um að taka bifreiðar sem eru knúnar með jarðefnaeldsneyti úr notkun í áföngum á milli 2030 og 2040.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira