Svona verður dagskráin í heimsókn Guðna og Elísu til Svíþjóðar Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2018 12:18 Dagskráin verður þétt hjá forsetahjónunum í Svíþjóð. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags, utanríkisráðuneytis og skrifstofu forseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta.Hátíðarkvöldverður Fyrsta daginn verður formleg móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi en að loknum hádegisverði þar á forseti fund með forseta sænska þingsins, Urban Ahlin. „Í kjölfarið á hann annan fund með Stefan Löfven forsætisráðherra. Á meðan forseti sækir þessa fundi mun forsetafrúin flytja ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms. Um kvöldið bjóða sænsku konungshjónin forsetahjónum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni,“ segir í tilkynningunni.Vistvænar húsbyggingar Annar dagur heimsóknarinnar hefst með morgunverðarfundi á vegum Íslandsstofu með aðilum úr ferðaþjónustunni og mun frú Eliza Reid flytja þar stutt ávarp. „Þaðan verður haldið í Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þar verður kynning á samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, einkum á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Að þessum fundi loknum mun forseti kynna sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoða fjölbýlishús úr timbri en á sama tíma heimsækir forsetafrúin stóra matarverslun sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk. Að loknum hádegisverði í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar er gestunum boðið að skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Því næst mun forseti flytja fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla en frú Eliza heimsækir Barnahús í Stokkhólmi sem ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Seint síðdegis bjóða forsetahjónin konungshjónum og fleiri gestum, sem tengjast heimsókninni, svo til móttöku í Moderna muséet, Nútímalistasafninu á Skeppsholmen.“Til Uppsala Þriðja og síðasta dag heimsóknarinnar, föstudaginn 19. janúar, halda forsetahjónin til Uppsala og heimsækja þar fyrst Landbúnaðarháskólann, þar sem sagt verður meðal annars frá rannsóknum sem tengjast íslenska hestinum. Þaðan liggur leiðin í Ångström tilraunastofuna þar sem sagt verður frá áhugaverðum orkurannsóknum. „Þá er haldið í aðalbyggingu Uppsalaháskóla þar sem stjórnendur skólans taka á móti gestunum og hlustað verður á stutt erindi um norrænar fornbókmenntir. Að því loknu verður farið í bókasafn skólans þar sem gestirnir skoða Uppsala-Eddu, miðaldahandrit sem á sér merka sögu. Í hádeginu býður landshöfðingi Uppsalaléns til hádegisverðar í Uppsalahöll og þar mun utanríkisráðherra afhenda sænskum stjórnvöldum að gjöf 400 sett af nýrri sænskri þýðingu á Íslendingasögum í fimm bindum. Litlu seinna lýkur þessari heimsókn svo með formlegum hætti í Uppsölum,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í þriggja daga opinbera heimsókn til Svíþjóðar á miðvikudaginn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags, utanríkisráðuneytis og skrifstofu forseta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta.Hátíðarkvöldverður Fyrsta daginn verður formleg móttökuathöfn við Konungshöllina í Stokkhólmi en að loknum hádegisverði þar á forseti fund með forseta sænska þingsins, Urban Ahlin. „Í kjölfarið á hann annan fund með Stefan Löfven forsætisráðherra. Á meðan forseti sækir þessa fundi mun forsetafrúin flytja ávarp um bókmenntir og þýðingar á samkomu í Borgarbókasafni Stokkhólms. Um kvöldið bjóða sænsku konungshjónin forsetahjónum og fylgdarliði til hátíðarkvöldverðar í konungshöllinni,“ segir í tilkynningunni.Vistvænar húsbyggingar Annar dagur heimsóknarinnar hefst með morgunverðarfundi á vegum Íslandsstofu með aðilum úr ferðaþjónustunni og mun frú Eliza Reid flytja þar stutt ávarp. „Þaðan verður haldið í Karolinska Institutet í Stokkhólmi og þar verður kynning á samstarfsverkefnum sænskra og íslenskra vísindamanna, einkum á sviði lýðheilsufræða, líftækni og hjartalækninga. Að þessum fundi loknum mun forseti kynna sér vistvænar húsbyggingar í Stokkhólmi og skoða fjölbýlishús úr timbri en á sama tíma heimsækir forsetafrúin stóra matarverslun sem rekin er í þeim tilgangi að minnka sóun á matvælum til hagsbóta fyrir efnalítið fólk. Að loknum hádegisverði í ráðhúsi Stokkhólms í boði borgarstjórnar er gestunum boðið að skoða listasafn Eugens prins á Waldemarsudde. Því næst mun forseti flytja fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla en frú Eliza heimsækir Barnahús í Stokkhólmi sem ætlað er að veita börnum, sem grunur er um að séu fórnarlömb ofbeldis, öruggt umhverfi á meðan mál þeirra eru á rannsóknarstigi. Seint síðdegis bjóða forsetahjónin konungshjónum og fleiri gestum, sem tengjast heimsókninni, svo til móttöku í Moderna muséet, Nútímalistasafninu á Skeppsholmen.“Til Uppsala Þriðja og síðasta dag heimsóknarinnar, föstudaginn 19. janúar, halda forsetahjónin til Uppsala og heimsækja þar fyrst Landbúnaðarháskólann, þar sem sagt verður meðal annars frá rannsóknum sem tengjast íslenska hestinum. Þaðan liggur leiðin í Ångström tilraunastofuna þar sem sagt verður frá áhugaverðum orkurannsóknum. „Þá er haldið í aðalbyggingu Uppsalaháskóla þar sem stjórnendur skólans taka á móti gestunum og hlustað verður á stutt erindi um norrænar fornbókmenntir. Að því loknu verður farið í bókasafn skólans þar sem gestirnir skoða Uppsala-Eddu, miðaldahandrit sem á sér merka sögu. Í hádeginu býður landshöfðingi Uppsalaléns til hádegisverðar í Uppsalahöll og þar mun utanríkisráðherra afhenda sænskum stjórnvöldum að gjöf 400 sett af nýrri sænskri þýðingu á Íslendingasögum í fimm bindum. Litlu seinna lýkur þessari heimsókn svo með formlegum hætti í Uppsölum,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Norðurlönd Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira