Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun á Írskum dögum á Akranesi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. janúar 2018 15:59 Brotið átti sér stað á Írskum dögum á Akranesi. Vísir/GVA Héraðsdómur Vesturlands dæmdi á föstudag Eldin Skoko, þrítugan karlmann, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem framin var aðfaranótt 1. júlí 2017. Var honum gefið að sök að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku gegn hennar vilja en hann fann stúlkuna í annarlegu ástandi, ælandi og liggjandi á innkeyrslu við heimili hans, tók hana inn í húsið, lagði á bedda sem þar var. Hann hafi því næst klætt stúlkuna úr öllum fötunum, snert kynfæri hennar, sett fingur í leggöng hennar, lagst ofan á hana og haft við hana samræði. Hann hafi þannig notfært sér að hún gat ekki veitt honum mótspyrnu vegna ástands hennar sem var þannig að hún var máttlaus, með náladofa, átti erfitt með hreyfingar og mál og hafði ekki fulla meðvitund. Auk þess hafi hann notfært sér að hún var einsömul, í ókunnugu húsnæði og hann var henni ókunnugur.Fann fyrir dofa Brotið átti sér stað aðfaranótt 1. júlí 2017 en stúlkan hafði farið út að skemmta sér með frændsystkinum sínum. Hún hafi drukkið 3-4 bjóra og verið með einn bjór í vasanum þega hún kom inn á skemmtistað. Þar hafi hún fengið glas og drukkið bjórinn úr því. Fljótlega hafi hún fundið fyrir miklum dofa í puttunum, vörunum og tungunni, fór út í port fyrir utan staðinn og kastaði upp. Hún hafi þá fundið fyrir dofa á fleiri stöðum, meðal annar í fótunum. Einhvern veginn hafi hún náð að koma sér í nálæga innkeyrslu og hringt í móður sína sem hafi þá farið að leita að henni. Þar hafi Eldin komið að henni, tekið hana upp og borið inn í hús og lagt hana inn í rúm. Þá hafi hann komið upp í rúmið til hennar, án fata, lagst fyrir aftan hana og byrjað að káfa á henni. Hún hafi ekki getað hreyft sig vegna náladofans og orðið hrædd. Eftir stutta stund hafi hann snúið henni á bakið og klætt hana úr buxunum. „Ákærði hefði því næst klætt hana úr bolnum og nærbuxunum, auk þess að losa af henni brjóstahaldarann með því að fara undir bakið á henni. Hann hefði nuddað sér mikið upp við hana, sett fingur upp í leggöngin og káfað alls staðar á henni. Hún væri hins vegar ekki alveg viss hvort ákærði hefði einnig sett lim sinn inn í leggöng hennar og haft við hana samfarir. Alla vega hefði hún séð og fundið stífan lim hans nuddast þétt upp við sig, en hún hefði ekki hugmynd um hvort ákærði hefði haft sáðlát,“ segir í dómnum.DNA fannst á nærbuxum mannsins Stúlkan sagðist í skýrslu sinni ekki hafa vitað af sér í einhvern tíma eftir þetta en síðan rankað við sér, klætt sig, hlaupið út og hringt í frænda sinn sem hún hafði verið að skemmta sér með fyrr um kvöldið. Fjölskyldumeðlimir stúlkunnar báru allir vitni um það að daginn eftir hafi hún ekki verið sjálfri sér lík en hafi aftur farið út að skemmta sér og meðal annars farið á brekkusöng. Hún hafi þá um kvöldið treyst vinkonum sínum fyrir því sem gerðist og var atvikið tilkynnt til lögreglu. Eldin neitaði sök og sagði stúlkuna hafa átt frumkvæði, beðið sig að setjast hjá henni og káfað á honum. Hann kvaðst hafa sett fingur í leggöng hennar í um 2-3 sekúndur en kannaðist ekki við að hafa átt við hana samfarir. Hann hafi fljótlega áttað sig á ástandi stúlkunnar, breitt yfir hana teppi og lagst til svefns í sínu eigin rúmi. Við DNA rannsókn fannst blanda DNA-sniða frá stúlkunni og Eldin á innanverðri framhlið nærbuxna hans. Meðal gagna málsins var vottorð sálfræðings sem kvað á um að stúlkan hafi upplifað mikla ógn, ofsa-ótta og bjargarleysi þegar brotið átti sér stað. stúlkan upplifði einkenni áfallastreituröskunar eftir að brotið átti sér stað og voru þau einkenni enn til staðar sjö vikum seinna. Það var mat dómsins að framburður stúlkunnar sé í alla staði trúverðugur og hafi frá upphafi verið stöðugur og skýr. Framburður Eldin um að stúlkan hafi verið samþykk kynferðislegum samskiptum þeirra var hins vegar ekki talinn trúverðugur. Maðurinn er fæddur árið 1987 og hefur ekki áður sætt refsingu. Mun hann sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í bætur og þá mun hann einnig þurfa að greiða um það bil 1,8 milljónir króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Vesturlands má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi á föstudag Eldin Skoko, þrítugan karlmann, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem framin var aðfaranótt 1. júlí 2017. Var honum gefið að sök að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku gegn hennar vilja en hann fann stúlkuna í annarlegu ástandi, ælandi og liggjandi á innkeyrslu við heimili hans, tók hana inn í húsið, lagði á bedda sem þar var. Hann hafi því næst klætt stúlkuna úr öllum fötunum, snert kynfæri hennar, sett fingur í leggöng hennar, lagst ofan á hana og haft við hana samræði. Hann hafi þannig notfært sér að hún gat ekki veitt honum mótspyrnu vegna ástands hennar sem var þannig að hún var máttlaus, með náladofa, átti erfitt með hreyfingar og mál og hafði ekki fulla meðvitund. Auk þess hafi hann notfært sér að hún var einsömul, í ókunnugu húsnæði og hann var henni ókunnugur.Fann fyrir dofa Brotið átti sér stað aðfaranótt 1. júlí 2017 en stúlkan hafði farið út að skemmta sér með frændsystkinum sínum. Hún hafi drukkið 3-4 bjóra og verið með einn bjór í vasanum þega hún kom inn á skemmtistað. Þar hafi hún fengið glas og drukkið bjórinn úr því. Fljótlega hafi hún fundið fyrir miklum dofa í puttunum, vörunum og tungunni, fór út í port fyrir utan staðinn og kastaði upp. Hún hafi þá fundið fyrir dofa á fleiri stöðum, meðal annar í fótunum. Einhvern veginn hafi hún náð að koma sér í nálæga innkeyrslu og hringt í móður sína sem hafi þá farið að leita að henni. Þar hafi Eldin komið að henni, tekið hana upp og borið inn í hús og lagt hana inn í rúm. Þá hafi hann komið upp í rúmið til hennar, án fata, lagst fyrir aftan hana og byrjað að káfa á henni. Hún hafi ekki getað hreyft sig vegna náladofans og orðið hrædd. Eftir stutta stund hafi hann snúið henni á bakið og klætt hana úr buxunum. „Ákærði hefði því næst klætt hana úr bolnum og nærbuxunum, auk þess að losa af henni brjóstahaldarann með því að fara undir bakið á henni. Hann hefði nuddað sér mikið upp við hana, sett fingur upp í leggöngin og káfað alls staðar á henni. Hún væri hins vegar ekki alveg viss hvort ákærði hefði einnig sett lim sinn inn í leggöng hennar og haft við hana samfarir. Alla vega hefði hún séð og fundið stífan lim hans nuddast þétt upp við sig, en hún hefði ekki hugmynd um hvort ákærði hefði haft sáðlát,“ segir í dómnum.DNA fannst á nærbuxum mannsins Stúlkan sagðist í skýrslu sinni ekki hafa vitað af sér í einhvern tíma eftir þetta en síðan rankað við sér, klætt sig, hlaupið út og hringt í frænda sinn sem hún hafði verið að skemmta sér með fyrr um kvöldið. Fjölskyldumeðlimir stúlkunnar báru allir vitni um það að daginn eftir hafi hún ekki verið sjálfri sér lík en hafi aftur farið út að skemmta sér og meðal annars farið á brekkusöng. Hún hafi þá um kvöldið treyst vinkonum sínum fyrir því sem gerðist og var atvikið tilkynnt til lögreglu. Eldin neitaði sök og sagði stúlkuna hafa átt frumkvæði, beðið sig að setjast hjá henni og káfað á honum. Hann kvaðst hafa sett fingur í leggöng hennar í um 2-3 sekúndur en kannaðist ekki við að hafa átt við hana samfarir. Hann hafi fljótlega áttað sig á ástandi stúlkunnar, breitt yfir hana teppi og lagst til svefns í sínu eigin rúmi. Við DNA rannsókn fannst blanda DNA-sniða frá stúlkunni og Eldin á innanverðri framhlið nærbuxna hans. Meðal gagna málsins var vottorð sálfræðings sem kvað á um að stúlkan hafi upplifað mikla ógn, ofsa-ótta og bjargarleysi þegar brotið átti sér stað. stúlkan upplifði einkenni áfallastreituröskunar eftir að brotið átti sér stað og voru þau einkenni enn til staðar sjö vikum seinna. Það var mat dómsins að framburður stúlkunnar sé í alla staði trúverðugur og hafi frá upphafi verið stöðugur og skýr. Framburður Eldin um að stúlkan hafi verið samþykk kynferðislegum samskiptum þeirra var hins vegar ekki talinn trúverðugur. Maðurinn er fæddur árið 1987 og hefur ekki áður sætt refsingu. Mun hann sæta fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Honum er einnig gert að greiða stúlkunni eina og hálfa milljón króna í bætur og þá mun hann einnig þurfa að greiða um það bil 1,8 milljónir króna í málskostnað. Dóm Héraðsdóms Vesturlands má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira