Snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. janúar 2018 19:00 Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum en snjóflóð féllu á vegi fyrir vestan síðustu nótt. Lægðin sem gekk yfir landið í gær gengur aftur inn á land með hvassviðri og áfram er spáð snjókomu og skafrenningi. Fyrir og um síðustu helgi var það hlýtt á Vestfjörðum að snjóþekjan í fjalllendi hlýnaði og blotnaði víða. Síðan þá hefur kólnað og bætt í snjó sem búast má við að geti orðið óstöðugur. Því lýsti sjónflóðavakt Veðurstofunnar yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum þar sem hættan er talin mikil. Einnig var lýst yfir óvissustigi á utanverðum Tröllaskaga þar sem töluverð hætta er talin á snjóflóðum og einnig er viðvörun á Austfjörðum. Snjóflóð féllu á vegi um Súðavíkurhlíð, Súgandafjörð og Gemlufallsheiði síðustu nótt og lokuðust vegirnir en Vegagerðin vann að mokstri í dag og opnuðust vegirnir eftir hádegi. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með gangi mála en búist er við því að lægðin sem gekk yfir landið í gær nái aftur til lands í kvöld eða nótt með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð. Samfara versnandi veðri getur hættan á snjóflóðum aukist og fylgist Veðurstofan sérstaklega með hesthúsahverfi á Bolungarvík en eins og staðan sé metin núna er önnur byggð ekki í hættu. Haldi áfram að snjóa og versni veðrið mikið gæti verið gripið til rýmingar þá gæti verið tekin ákvörðun um lokun vega síðar í kvöld vegna snjóflóðahættu. Veður Tengdar fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. 15. janúar 2018 07:06 Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 15. janúar 2018 11:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum en snjóflóð féllu á vegi fyrir vestan síðustu nótt. Lægðin sem gekk yfir landið í gær gengur aftur inn á land með hvassviðri og áfram er spáð snjókomu og skafrenningi. Fyrir og um síðustu helgi var það hlýtt á Vestfjörðum að snjóþekjan í fjalllendi hlýnaði og blotnaði víða. Síðan þá hefur kólnað og bætt í snjó sem búast má við að geti orðið óstöðugur. Því lýsti sjónflóðavakt Veðurstofunnar yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Norðanverðum Vestfjörðum þar sem hættan er talin mikil. Einnig var lýst yfir óvissustigi á utanverðum Tröllaskaga þar sem töluverð hætta er talin á snjóflóðum og einnig er viðvörun á Austfjörðum. Snjóflóð féllu á vegi um Súðavíkurhlíð, Súgandafjörð og Gemlufallsheiði síðustu nótt og lokuðust vegirnir en Vegagerðin vann að mokstri í dag og opnuðust vegirnir eftir hádegi. Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist vel með gangi mála en búist er við því að lægðin sem gekk yfir landið í gær nái aftur til lands í kvöld eða nótt með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð. Samfara versnandi veðri getur hættan á snjóflóðum aukist og fylgist Veðurstofan sérstaklega með hesthúsahverfi á Bolungarvík en eins og staðan sé metin núna er önnur byggð ekki í hættu. Haldi áfram að snjóa og versni veðrið mikið gæti verið gripið til rýmingar þá gæti verið tekin ákvörðun um lokun vega síðar í kvöld vegna snjóflóðahættu.
Veður Tengdar fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. 15. janúar 2018 07:06 Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 15. janúar 2018 11:27 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðs Tekin hefur verið ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð eftir að þar féll snjóflóð í nótt. 15. janúar 2018 07:06
Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. 15. janúar 2018 11:27