Ísland í dag: „Ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2018 21:55 Sóli Hólm sagði sögu sína í Íslandi í dag. Stöð 2 Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan: Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan:
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp