Íranska skipið Sanchi lekur olíu í tonnavís Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. janúar 2018 07:00 Olíulekinn á Kínahafi gæti raskað lífríki sjávar verulega. Nordicphotos/AFP Íranska olíuflutningaskipið Sanchi, sem sökk í gær eftir að hafa staðið í ljósum logum á Austur-Kínahafi undanfarna viku, lekur nú olíu. Skipið var á leið til Kína með 136.000 tonn af hráolíu, alls um 960.000 tunnur, og er mengunin ekki sjáanleg á yfirborðinu að því er BBC greinir frá. Kínversk skip flykktust á staðinn í gær til þess að greina vandann og reyna að leysa úr honum. Talið er að bæði farmurinn og olían sem knúði skipið geti raskað lífríki sjávar allverulega. Sanchi lenti í árekstri við gámaflutningaskip 260 kílómetra frá Sjanghæ þann 6. janúar og við það kviknaði í íranska skipinu. Óljóst er hvað olli árekstrinum. Allir 32 skipverjarnir, þrjátíu frá Íran og tveir frá Bangladess, eru taldir af. Lík þriggja hafa fundist. Að sögn Robins Brant, blaðamanns BBC í Kína, er um að ræða mun meira unna og verðmætari hráolíu en þá svörtu sem oft hefur lekið í hafið. Þessi olía sé léttari og mun eldfimari. Til samanburðar við hinar 960.000 tunnur sem gætu nú mengað Austur-Kínahaf er vert að taka fram að í olíulekanum sem varð við sprengingu í Deepwater Horizon-borpallinum á Mexíkóflóa árið 2010 flæddu um 4,9 milljónir tunna út í sjóinn. Þá lak Exxon Valdez 260.000 tunnum við Alaska árið 1989. Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Íranska olíuflutningaskipið Sanchi, sem sökk í gær eftir að hafa staðið í ljósum logum á Austur-Kínahafi undanfarna viku, lekur nú olíu. Skipið var á leið til Kína með 136.000 tonn af hráolíu, alls um 960.000 tunnur, og er mengunin ekki sjáanleg á yfirborðinu að því er BBC greinir frá. Kínversk skip flykktust á staðinn í gær til þess að greina vandann og reyna að leysa úr honum. Talið er að bæði farmurinn og olían sem knúði skipið geti raskað lífríki sjávar allverulega. Sanchi lenti í árekstri við gámaflutningaskip 260 kílómetra frá Sjanghæ þann 6. janúar og við það kviknaði í íranska skipinu. Óljóst er hvað olli árekstrinum. Allir 32 skipverjarnir, þrjátíu frá Íran og tveir frá Bangladess, eru taldir af. Lík þriggja hafa fundist. Að sögn Robins Brant, blaðamanns BBC í Kína, er um að ræða mun meira unna og verðmætari hráolíu en þá svörtu sem oft hefur lekið í hafið. Þessi olía sé léttari og mun eldfimari. Til samanburðar við hinar 960.000 tunnur sem gætu nú mengað Austur-Kínahaf er vert að taka fram að í olíulekanum sem varð við sprengingu í Deepwater Horizon-borpallinum á Mexíkóflóa árið 2010 flæddu um 4,9 milljónir tunna út í sjóinn. Þá lak Exxon Valdez 260.000 tunnum við Alaska árið 1989.
Bangladess Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira