Innlent

Fresta máli um nýjar vindmyllur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Steingrímur Erlingsson, eigandi Biokraft.
Steingrímur Erlingsson, eigandi Biokraft.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur orðið við beiðni Steingríms Erlingssonar í Biokraft og frestað til næsta fundar að taka endanlega afstöðu til beiðni hans um uppsetningu tveggja nýrra vindmylla í Þykkvabæ.

Skipulagsnefnd sveitarfélagsins hafði áður synjað Steingrími um uppsetningu á vindmyllunum sem eru hærri og með meira vænghaf en þær tvær myllur sem Steingrímur hefur rekið í Þykkvabæ frá árinu 2014. 61 einstaklingur ritaði á undirskriftarlista gegn nýju myllunum og heilbrigðiseftirlitið benti á áhrif á hljóðvist í nágrenninu og á landnotkun nærliggjandi jarða vegna hávaðamarka.


Tengdar fréttir

Steingrímur og Fáfnir Offshore gripu í tómt

Steingrímur stefndi Fáfni Offshore fyrir vangoldin laun og orlof. Fáfnir Offshore stefndi Steingrími og félagi hans, Fáfni Holding, með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og aðrar sakir. Báðir aðilar voru sýknaðir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og var málskostnaður felldur niður.

Fær ekki hærri vindmyllur

BioKraft óskaði eftir því að taka vindmyllur sínar tvær niður af stöplunum og koma fyrir tveimur nýjum turnum með aflmeiri spöðum sem ná í um 100 metra hæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×