Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 23:07 Hannes Jónsson.formaður Körfuknattleikssambands Íslands fagnar MeToo umræðunni innan íþrótta. Vísir/Eyþór „Það hefur ekkert komið inn á borð til okkar svo ég muni. Fyrir utan að það er einn sem hefur verið að spila körfubolta sem hefur verið dæmdur. Það hefur verið rætt innan hreyfingarinnar og farið yfir það,“ svarar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ um það hvort mál tengd MeToo sögum íþróttakvenna hafi komið inn á borð sambandsins. Hannes segir þó að miðað við umfang frásagna íþróttakvenna þá sé alveg öruggt að eitthvað hafi verið innan körfuboltahreyfingarinnar alveg eins og virðist vera í öðrum íþróttagreinum. „Við höfum ekki fengið mál inn á borð til okkar sem sambands en það er alveg klárt að hvort sem það er íþróttahreyfingin eða körfuboltinn allur, við erum þverskurður af samfélaginu. Það er alveg klárt að það hefur eitthvað komið upp. Ég tel mig geta lesið út úr einum, tveimur af þessum sögum, þótt að það komi ekki fram hvaða íþrótt það er, miðað við hvernig sagan er þá finnst mér eins og að þær geti verið um körfubolta án þess að geta sagt að þetta sé um körfubolta.“Á ekki að líðastHann segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna en með yfirlýsingu þeirra í síðustu viku fylgdu 62 sögur, sumar hverjar sögðu frá mjög grófu kynferðisofbeldi. „Eftir að lesa þessar sögur hefur maður eins og allir aðrir verið í sjokki yfir því hvernig þetta er.“ Hann segir að KKÍ taki undir allt sem kom fram í yfirlýsingunni frá ÍSÍ eftir að íþróttakonur. „Þetta á alls ekki að líðast í hreyfingunni. Maður myndi helst vilja að svona mál myndu aldrei gerast, eitt mál er einu máli of mikið. Þess vegna fagnar maður því að þetta sé allavega komið upp á yfirborðið og hægt sé að vinna með þetta.“Formaður KKÍ segir að ofbeldi eigi ekki að líðast, sama hvernig það er.Vísir/GettyStærsta fjöldahreyfinginHannes segir það sé stefna KKÍ að ef einhver mál koma upp sem þurfa á álit sérfræðings þá sé leitað til fagaðila. Það sé þó ekki til staðar stöðluð viðbragðsáætlun fyrir það þegar mál koma upp tengd áreitni eða kynferðisofbeldi. „Þetta er það sem hreyfingin verður að gera. Að undanförnu hefur íþróttahreyfingin verið að skoða þessi mál og gefnir út bæklingar, sem er alls ekki nóg. Það þarf að vinna þetta miklu meira og við sem íþróttahreyfing þurfum að koma okkur upp almennilegu verklagi í kringum þetta.“ Rétta lausnin sé þó ekki að hvert sérsamband, sem eru 32 talsins á landinu, geri sitt eigið verklag. „Við þurfum að gera þetta sem ein stór hreyfing, við erum stærsta fjöldahreyfingin á landinu.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. Var þar ákveðið að stofna starfshóp um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi.Rekinn vegna barnakláms Hann segir að körfuboltahreyfingin þurfi að vinna mjög faglega að þessu og að sú vinna sé nú þegar hafin. Aðspurður hvort leikmanni, þjálfara eða öðrum starfsmanna innan körfuboltans hafi verið sagt upp vegna atvika sem heyrðu undir MeToo byltinguna svarar Hannes: „Það má vel vera en ekki sem við höfum fengið inn á borð til okkar, en ég get ekki sagt að það hafi ekki gerst því ég veit það ekki.“ Nefndi hann þó í kjölfarið að fyrir 12 árum síðan hafi komið upp mál tengt þjálfara og barnaklámi. Það hafi komist upp og klúbburinn látinn vita. Árið 2006 sagði DV frá því að unglingaþjálfari hafi verið rekinn frá Fjölni fyrir vörslu barnakláms. „Hann var látinn fara og það fór sitt ferli í kerfinu. Hann hefur ekki komið nálægt neinu starfi innan hreyfingarinnar hjá okkur síðan.“ Hannes segir að hann fagni MeToo umræðunni innan íþrótta og annars staðar, ofbeldi sé ekki liðið. „Maður er ótrúlega stoltur af þeim sem hafa stigið fram, númer eitt, tvö og þrjú. Það er það sem við íþróttahreyfingin þurfum að passa er að það þarf að fara ofan í saumana á þessu frá A til Ö og búa til alvöru verklag í kringum þessa hluti. Ofbeldi á ekki að vera liðið, sama hvernig það er.“ MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 „Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
„Það hefur ekkert komið inn á borð til okkar svo ég muni. Fyrir utan að það er einn sem hefur verið að spila körfubolta sem hefur verið dæmdur. Það hefur verið rætt innan hreyfingarinnar og farið yfir það,“ svarar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ um það hvort mál tengd MeToo sögum íþróttakvenna hafi komið inn á borð sambandsins. Hannes segir þó að miðað við umfang frásagna íþróttakvenna þá sé alveg öruggt að eitthvað hafi verið innan körfuboltahreyfingarinnar alveg eins og virðist vera í öðrum íþróttagreinum. „Við höfum ekki fengið mál inn á borð til okkar sem sambands en það er alveg klárt að hvort sem það er íþróttahreyfingin eða körfuboltinn allur, við erum þverskurður af samfélaginu. Það er alveg klárt að það hefur eitthvað komið upp. Ég tel mig geta lesið út úr einum, tveimur af þessum sögum, þótt að það komi ekki fram hvaða íþrótt það er, miðað við hvernig sagan er þá finnst mér eins og að þær geti verið um körfubolta án þess að geta sagt að þetta sé um körfubolta.“Á ekki að líðastHann segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna en með yfirlýsingu þeirra í síðustu viku fylgdu 62 sögur, sumar hverjar sögðu frá mjög grófu kynferðisofbeldi. „Eftir að lesa þessar sögur hefur maður eins og allir aðrir verið í sjokki yfir því hvernig þetta er.“ Hann segir að KKÍ taki undir allt sem kom fram í yfirlýsingunni frá ÍSÍ eftir að íþróttakonur. „Þetta á alls ekki að líðast í hreyfingunni. Maður myndi helst vilja að svona mál myndu aldrei gerast, eitt mál er einu máli of mikið. Þess vegna fagnar maður því að þetta sé allavega komið upp á yfirborðið og hægt sé að vinna með þetta.“Formaður KKÍ segir að ofbeldi eigi ekki að líðast, sama hvernig það er.Vísir/GettyStærsta fjöldahreyfinginHannes segir það sé stefna KKÍ að ef einhver mál koma upp sem þurfa á álit sérfræðings þá sé leitað til fagaðila. Það sé þó ekki til staðar stöðluð viðbragðsáætlun fyrir það þegar mál koma upp tengd áreitni eða kynferðisofbeldi. „Þetta er það sem hreyfingin verður að gera. Að undanförnu hefur íþróttahreyfingin verið að skoða þessi mál og gefnir út bæklingar, sem er alls ekki nóg. Það þarf að vinna þetta miklu meira og við sem íþróttahreyfing þurfum að koma okkur upp almennilegu verklagi í kringum þetta.“ Rétta lausnin sé þó ekki að hvert sérsamband, sem eru 32 talsins á landinu, geri sitt eigið verklag. „Við þurfum að gera þetta sem ein stór hreyfing, við erum stærsta fjöldahreyfingin á landinu.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. Var þar ákveðið að stofna starfshóp um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi.Rekinn vegna barnakláms Hann segir að körfuboltahreyfingin þurfi að vinna mjög faglega að þessu og að sú vinna sé nú þegar hafin. Aðspurður hvort leikmanni, þjálfara eða öðrum starfsmanna innan körfuboltans hafi verið sagt upp vegna atvika sem heyrðu undir MeToo byltinguna svarar Hannes: „Það má vel vera en ekki sem við höfum fengið inn á borð til okkar, en ég get ekki sagt að það hafi ekki gerst því ég veit það ekki.“ Nefndi hann þó í kjölfarið að fyrir 12 árum síðan hafi komið upp mál tengt þjálfara og barnaklámi. Það hafi komist upp og klúbburinn látinn vita. Árið 2006 sagði DV frá því að unglingaþjálfari hafi verið rekinn frá Fjölni fyrir vörslu barnakláms. „Hann var látinn fara og það fór sitt ferli í kerfinu. Hann hefur ekki komið nálægt neinu starfi innan hreyfingarinnar hjá okkur síðan.“ Hannes segir að hann fagni MeToo umræðunni innan íþrótta og annars staðar, ofbeldi sé ekki liðið. „Maður er ótrúlega stoltur af þeim sem hafa stigið fram, númer eitt, tvö og þrjú. Það er það sem við íþróttahreyfingin þurfum að passa er að það þarf að fara ofan í saumana á þessu frá A til Ö og búa til alvöru verklag í kringum þessa hluti. Ofbeldi á ekki að vera liðið, sama hvernig það er.“
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 „Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
„Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30