Öflugasta eldflaug heimsins prófuð Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2018 14:00 Falcon Heavy eldflaug SpaceX er klár í slaginn í Flórída. SpaceX SpaceX mun prófa hreyfla Falcon Heavy eldflaugarinnar sem ætlað er að koma mönnum til Mars. Mögulegt þykir að fyrsta prófunin fari fram í dag en það hefur ekki verið staðfest. Um er að ræða próf þar sem hreyflarnir 27 verða gangsettir og eldflauginni verði haldið á jörðu niðri. Enn eru einhverjar vikur í að Falcon Heavy verði skotið á loft en hvenær það gæti orðið liggur ekki fyrir enn.Vísir/GraphicNewsFalcon Heavy er um það bil tvisvar sinnum kröftugri en næst kröftugasta eldflaugin sem notast er við í dag. Eldflaugin mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. Þannig getur fyrirtækið flutt þyngri farma á sporbraut fyrir mun minni kostnað. Kraftur eldflaugarinnar jafnast á við kraft 18 747 farþegaþota. Einungis ein eldflaug hefur verið kröftugri en það var Saturn V eldflaug NASA sem notuð var til að flytja menn til tunglsins. Slík eldflaug var síðast notuð árið 1973. Auk þess að bera farm getur eldflaugin einnig borið Dragon geimfarið sem einnig er hannað af SpaceX. Til stendur að nota það geimfar til að flytja menn til Mars.Sjá einnig: Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar.Sjá einnig: Öll mistök SpaceX í einu myndbandi Eftir að annað stig eldflaugarinnar tekur við snýr miðjuflaugin einnig aftur til jarðarinnar. Annað stig er knúið áfram af Merlin eldflaug SpaceX, sem er í raun Falcon 9 eldflaug fyrir utan það að hún er hönnuð til að virka vel í tómarúmi geimsins.Eins og áður segir, þá liggur ekki fyrir hvenær fyrsta tilraunaskotið sjálft verður framkvæmt. Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX sagði þó í frá því á Instagram í síðasta mánuði að eldflaugin myndi flytja bíl framleiddan af Tesla upp úr gufuhvolfinu og senda hann til Mars. Rauður bíll til rauðra plánetu. Hins vegar er mögulegt að eldflaugin muni springa í loft upp þegar reynt verður að skjóta henni á loft og hefur Musk sjálfur varað við þeim möguleika. A Red Car for the Red Planet Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring. Of course, anything boring is terrible, especially companies, so we decided to send something unusual, something that made us feel. The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit. A post shared by Elon Musk (@elonmusk) on Dec 22, 2017 at 10:47am PST SpaceX Tengdar fréttir Musk dregur úr væntingum varðandi nýja eldflaug Segir ólíklegt að Falcon Heavy muni ná á sporbraut í fyrstu tilraun. 20. júlí 2017 11:03 Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Lentu fjórtándu eldflauginni á árinu SpaceX flutti tíu gervihnetti á sporbraut um jörðina. 9. október 2017 13:13 SpaceX frumsýnir fyrsta geimbúning sinn Nýr geimbúningur SpaceX er töluvert frábrugðinn þeim sem geimfarar NASA hafa notað í gegnum tíðina. 24. ágúst 2017 11:15 „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn hækkar í verði Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
SpaceX mun prófa hreyfla Falcon Heavy eldflaugarinnar sem ætlað er að koma mönnum til Mars. Mögulegt þykir að fyrsta prófunin fari fram í dag en það hefur ekki verið staðfest. Um er að ræða próf þar sem hreyflarnir 27 verða gangsettir og eldflauginni verði haldið á jörðu niðri. Enn eru einhverjar vikur í að Falcon Heavy verði skotið á loft en hvenær það gæti orðið liggur ekki fyrir enn.Vísir/GraphicNewsFalcon Heavy er um það bil tvisvar sinnum kröftugri en næst kröftugasta eldflaugin sem notast er við í dag. Eldflaugin mun geta flutt 54 tonn á sporbraut um jörðu og meirihluti eldflaugarinnar er hannaður til þess að lenda aftur á jörðinni og vera notaður aftur. Þannig getur fyrirtækið flutt þyngri farma á sporbraut fyrir mun minni kostnað. Kraftur eldflaugarinnar jafnast á við kraft 18 747 farþegaþota. Einungis ein eldflaug hefur verið kröftugri en það var Saturn V eldflaug NASA sem notuð var til að flytja menn til tunglsins. Slík eldflaug var síðast notuð árið 1973. Auk þess að bera farm getur eldflaugin einnig borið Dragon geimfarið sem einnig er hannað af SpaceX. Til stendur að nota það geimfar til að flytja menn til Mars.Sjá einnig: Stefnir að því að senda menn til Mars árið 2024 Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem SpaceX hefur notast við að undanförnu með góðum árangri. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá og eru aftur á leið til jarðarinnar.Sjá einnig: Öll mistök SpaceX í einu myndbandi Eftir að annað stig eldflaugarinnar tekur við snýr miðjuflaugin einnig aftur til jarðarinnar. Annað stig er knúið áfram af Merlin eldflaug SpaceX, sem er í raun Falcon 9 eldflaug fyrir utan það að hún er hönnuð til að virka vel í tómarúmi geimsins.Eins og áður segir, þá liggur ekki fyrir hvenær fyrsta tilraunaskotið sjálft verður framkvæmt. Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri SpaceX sagði þó í frá því á Instagram í síðasta mánuði að eldflaugin myndi flytja bíl framleiddan af Tesla upp úr gufuhvolfinu og senda hann til Mars. Rauður bíll til rauðra plánetu. Hins vegar er mögulegt að eldflaugin muni springa í loft upp þegar reynt verður að skjóta henni á loft og hefur Musk sjálfur varað við þeim möguleika. A Red Car for the Red Planet Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring. Of course, anything boring is terrible, especially companies, so we decided to send something unusual, something that made us feel. The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit. A post shared by Elon Musk (@elonmusk) on Dec 22, 2017 at 10:47am PST
SpaceX Tengdar fréttir Musk dregur úr væntingum varðandi nýja eldflaug Segir ólíklegt að Falcon Heavy muni ná á sporbraut í fyrstu tilraun. 20. júlí 2017 11:03 Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Lentu fjórtándu eldflauginni á árinu SpaceX flutti tíu gervihnetti á sporbraut um jörðina. 9. október 2017 13:13 SpaceX frumsýnir fyrsta geimbúning sinn Nýr geimbúningur SpaceX er töluvert frábrugðinn þeim sem geimfarar NASA hafa notað í gegnum tíðina. 24. ágúst 2017 11:15 „Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn hækkar í verði Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk dregur úr væntingum varðandi nýja eldflaug Segir ólíklegt að Falcon Heavy muni ná á sporbraut í fyrstu tilraun. 20. júlí 2017 11:03
Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29
Lentu fjórtándu eldflauginni á árinu SpaceX flutti tíu gervihnetti á sporbraut um jörðina. 9. október 2017 13:13
SpaceX frumsýnir fyrsta geimbúning sinn Nýr geimbúningur SpaceX er töluvert frábrugðinn þeim sem geimfarar NASA hafa notað í gegnum tíðina. 24. ágúst 2017 11:15
„Dularfullt ljós á himni“ reyndist eldflaug SpaceX Flauginni var skotið á loft síðdegis í gær og myndaði sérstaklega áberandi rák á himni. 23. desember 2017 10:21