Fækka þarf innanlandsflugvöllum komi ekki til meira fjármagn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. janúar 2018 18:45 Hið opinbera þarf að afara marka sér stefnu í innanlandsflugi segir framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia Vísir/Vilhelm Gunnarsson Komi ekki meira fjármagn til reksturs innanlandsflugvalla á næstu þremur árum frá hinu opinbera gæti þurft að fækka þeim þar sem erfitt gæti reynst að uppfylla öryggiskröfur þeirra. Fjármagn hefur verið skorið niður á hverju ári síðustu ár og er langt undir viðurkenndum mörkum. Þetta kom fram á málþingi sem Isavia stóð fyrir í dag um framtíð innanlandsflugs á Íslandi í dag en þróunin hefur verið frekar neikvæð sé horft til farþegaaukningar um flugvelli landsins síðustu tuttugu ár. Fjölgun íbúa og fjölgun erlendra ferðamanna sést ekki í aukinni eftirspurn í innanlandsflugi. „Þeim hefur fjölgað aftur síðustu fimm sex ár, en þetta er búið að vera mjög sveiflukennt ef þú tekur síðustu tuttugu ár, þá hefur þróunin verið frekar neikvæð og svona eiginlega flöt lína,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 817.000 á síðasta ári samanborið við rúmlega milljón árið 2007 þegar best lét. Íslendingar eru ekki nægilega duglegir að nýta sér innanlandsflug og segir Jón Karl að auka þarf niðurgreiðslu af hendi ríkisins til notenda. „Menn hafa verið að ræða leiðir eins og skosku leiðina en niðurgreiðslu að hálfu ríkisins beint til notenda. En allt er þetta hluti af því sem við viljum gjarnan að verði rætt á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jón Karl. Þyrfti að viðurkenna innanlandsflugið sem almenningssamgöngur? „Það er alveg augljóst það sem við teljum að þurfi að gera,“ segir Jón Karl. Jón Karl segir að stjórnvöld þurfi að fara marka sér stefnu í innanlandsflugi því á næstu misserum þurfi að taka mikilvægar ákvarðanir. Á síðustu árum hefur hefur fjármagn verið skorið niður árlega og sé það langt undir viðurkenndum mörkum. „Við höfum haldið því fram að kerfið sé komið að þolmörkum. Það hefur verið dregið saman fjármagn sem hefur verið lagt í viðhald og uppbyggingu. Nýframkvæmdir eru litlar sem engar og það er að koma að því núna að menn þurfa að fara ákveða sig hvort þeir ætli að halda flugkerfinu eins og það er gangandi áfram eða hvort það þurfi að fara velja hvaða staðir verða áfram því það verður ekki haldið áfram á sömu braut,“ segir Jón Karl. Á næstu þremur til fimm árum er komið að mikilli endurnýjun og viðhaldi á flestum flugvöllum landsins Gert er ráð fyrir tæplega tveimur milljörðum í rekstur flugvalla á árinu 2018 og þar af fara aðeins um 270 milljónir í viðhald flugvalla. Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í þessum tölum.Hvað gerist ef ekki fæst meira fjármagn frá hinum opinbera til reksturs flugvallanna?„Við höfum sagt bara einfaldlega það að þá er bara komið að því að velja og forgangsraða hvaða vellir það bara einfaldlega að loka,“ segir Jón Karl. Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Komi ekki meira fjármagn til reksturs innanlandsflugvalla á næstu þremur árum frá hinu opinbera gæti þurft að fækka þeim þar sem erfitt gæti reynst að uppfylla öryggiskröfur þeirra. Fjármagn hefur verið skorið niður á hverju ári síðustu ár og er langt undir viðurkenndum mörkum. Þetta kom fram á málþingi sem Isavia stóð fyrir í dag um framtíð innanlandsflugs á Íslandi í dag en þróunin hefur verið frekar neikvæð sé horft til farþegaaukningar um flugvelli landsins síðustu tuttugu ár. Fjölgun íbúa og fjölgun erlendra ferðamanna sést ekki í aukinni eftirspurn í innanlandsflugi. „Þeim hefur fjölgað aftur síðustu fimm sex ár, en þetta er búið að vera mjög sveiflukennt ef þú tekur síðustu tuttugu ár, þá hefur þróunin verið frekar neikvæð og svona eiginlega flöt lína,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Farþegar í innanlandsflugi voru rúmlega 817.000 á síðasta ári samanborið við rúmlega milljón árið 2007 þegar best lét. Íslendingar eru ekki nægilega duglegir að nýta sér innanlandsflug og segir Jón Karl að auka þarf niðurgreiðslu af hendi ríkisins til notenda. „Menn hafa verið að ræða leiðir eins og skosku leiðina en niðurgreiðslu að hálfu ríkisins beint til notenda. En allt er þetta hluti af því sem við viljum gjarnan að verði rætt á næstu vikum og mánuðum,“ segir Jón Karl. Þyrfti að viðurkenna innanlandsflugið sem almenningssamgöngur? „Það er alveg augljóst það sem við teljum að þurfi að gera,“ segir Jón Karl. Jón Karl segir að stjórnvöld þurfi að fara marka sér stefnu í innanlandsflugi því á næstu misserum þurfi að taka mikilvægar ákvarðanir. Á síðustu árum hefur hefur fjármagn verið skorið niður árlega og sé það langt undir viðurkenndum mörkum. „Við höfum haldið því fram að kerfið sé komið að þolmörkum. Það hefur verið dregið saman fjármagn sem hefur verið lagt í viðhald og uppbyggingu. Nýframkvæmdir eru litlar sem engar og það er að koma að því núna að menn þurfa að fara ákveða sig hvort þeir ætli að halda flugkerfinu eins og það er gangandi áfram eða hvort það þurfi að fara velja hvaða staðir verða áfram því það verður ekki haldið áfram á sömu braut,“ segir Jón Karl. Á næstu þremur til fimm árum er komið að mikilli endurnýjun og viðhaldi á flestum flugvöllum landsins Gert er ráð fyrir tæplega tveimur milljörðum í rekstur flugvalla á árinu 2018 og þar af fara aðeins um 270 milljónir í viðhald flugvalla. Ekki er gert ráð fyrir neinum nýframkvæmdum í þessum tölum.Hvað gerist ef ekki fæst meira fjármagn frá hinum opinbera til reksturs flugvallanna?„Við höfum sagt bara einfaldlega það að þá er bara komið að því að velja og forgangsraða hvaða vellir það bara einfaldlega að loka,“ segir Jón Karl.
Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira