Ekki liggur fyrir hvenær neysluvatn mun standast ítrustu gæðakröfur á ný: „Eftir sem áður veldur það ekki hættu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2018 19:15 Fullyrt hefur verið að neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu sé nú drykkjarhæft og engin hætta á ferðum en tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er lengur talin þörf á að sjóða vatn en tilmæli um slíkt höfðutalsverð áhrif á starfsemi Landspítalans fram eftir degi. Í gærkvöldi var tilkynnt að mælst hefði fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu í Reykjavík en tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók á föstudag, og fékk niðurstöðu úr í gær, stóðust ekki viðmið í reglugerð og mældust gildi gerla tvöfalt hærri en leyfilegt er. Heilbrigðiseftirlitið mælti því með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar væri soðið til að gæta ítrustu varúðar. Var þá bara átt við neytendur sem eru viðkvæmir, til dæmis fólk með lélegt ónæmiskerfi og aldraða. Ástæðan fyrir frávikinu í gerlamagni er mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla en við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. „Við erum með áætlun fyrir hlákutíð og fylgjumst vel með holunum okkar þegar við eigum von á hlákum. Þá sáum við hækkað gerlamagn og við hættum að taka vatn úr þeim holum og gerðum Heilbrigðiseftirlitinu viðvart. Þau tóku við og fóru að taka sýni úr dreifikerfinu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, en þá kom í ljósfjölgun gerla væri einnig í dreifikerfinu. „Þetta er einstakur atburður. Það var extra mikið vatnsveður ofan á frostna jörð og þetta er ástand sem skapaðist og er í raun ekkert hægt að gera við. Þegar svona aðstæður eru þá skoðum við aðstæður sérstaklega og rannsökum,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hún útskýrir að jarðvegsgerlar séheiti yfir flest allar bakteríur sem finnast í umhverfi okkar.„við getum líkt þessu við að ef maður tekur gulrót upp úr matjurðargarðinum sínum ogdustar af henni og borðar þá eru auðvitað á henni jarðvegsgerlar,“ segir Árný. Ástandið hafði talsverð áhrif á starfsemi Landspítalans en þeim tilmælum var beint til starfsmanna þar í gær að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks. Þá var einnig pantað talsvert magn af vatni í flöskum sem dreift var til sjúklinga fram eftir degi. Eftir fund fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og sóttvarnalæknisí hádeginu í dag var niðurstaðan sú að ekki væri lengur tilefni til að sjóða vatn og að það sé ekki hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Það varð ákveðin mengun í vatninu þannig að það stóðst ekki ítrustu öryggiskröfur en mat samstarfsnefndarinnar er eftir sem áður það að það valdi ekki hættu fyrir almenning,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Heilbrigðiseftirlitið mun halda mælingum áfram og verður almenningur upplýstur um gang mála á næstunni. Ekki er þó vitað hvenær vatnið muni standast ítrustu gæðakröfur á ný. „Nýjustu upplýsingar liggja hreinlega ekki fyrir. Nú ef eitthvað breytist til hins verra þarf að setjast aftur niður og koma með nýjar leiðbeiningar,“ segir Þórólfur. Þá segir Þórólfur mikilvægt að halda því til haga að saurgerlar sem valda sjúkdómum hafi ekki greinst í dreifikerfinu.Máli sínu til stuðnings skálaði hann í kranavatn við ólétta fréttakonu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hætt að sjóða vatnið á Landspítalanum Mælt hafði verið með því að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga vegna jarðvegsgerlamengunar í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu. 16. janúar 2018 12:54 Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Vegna jarðvegsgerla sem fundust í sýni í Reykjavík og tilkynnt var um í gær. 16. janúar 2018 10:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fullyrt hefur verið að neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu sé nú drykkjarhæft og engin hætta á ferðum en tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er lengur talin þörf á að sjóða vatn en tilmæli um slíkt höfðutalsverð áhrif á starfsemi Landspítalans fram eftir degi. Í gærkvöldi var tilkynnt að mælst hefði fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu í Reykjavík en tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók á föstudag, og fékk niðurstöðu úr í gær, stóðust ekki viðmið í reglugerð og mældust gildi gerla tvöfalt hærri en leyfilegt er. Heilbrigðiseftirlitið mælti því með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar væri soðið til að gæta ítrustu varúðar. Var þá bara átt við neytendur sem eru viðkvæmir, til dæmis fólk með lélegt ónæmiskerfi og aldraða. Ástæðan fyrir frávikinu í gerlamagni er mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla en við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. „Við erum með áætlun fyrir hlákutíð og fylgjumst vel með holunum okkar þegar við eigum von á hlákum. Þá sáum við hækkað gerlamagn og við hættum að taka vatn úr þeim holum og gerðum Heilbrigðiseftirlitinu viðvart. Þau tóku við og fóru að taka sýni úr dreifikerfinu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, en þá kom í ljósfjölgun gerla væri einnig í dreifikerfinu. „Þetta er einstakur atburður. Það var extra mikið vatnsveður ofan á frostna jörð og þetta er ástand sem skapaðist og er í raun ekkert hægt að gera við. Þegar svona aðstæður eru þá skoðum við aðstæður sérstaklega og rannsökum,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hún útskýrir að jarðvegsgerlar séheiti yfir flest allar bakteríur sem finnast í umhverfi okkar.„við getum líkt þessu við að ef maður tekur gulrót upp úr matjurðargarðinum sínum ogdustar af henni og borðar þá eru auðvitað á henni jarðvegsgerlar,“ segir Árný. Ástandið hafði talsverð áhrif á starfsemi Landspítalans en þeim tilmælum var beint til starfsmanna þar í gær að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks. Þá var einnig pantað talsvert magn af vatni í flöskum sem dreift var til sjúklinga fram eftir degi. Eftir fund fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og sóttvarnalæknisí hádeginu í dag var niðurstaðan sú að ekki væri lengur tilefni til að sjóða vatn og að það sé ekki hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Það varð ákveðin mengun í vatninu þannig að það stóðst ekki ítrustu öryggiskröfur en mat samstarfsnefndarinnar er eftir sem áður það að það valdi ekki hættu fyrir almenning,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Heilbrigðiseftirlitið mun halda mælingum áfram og verður almenningur upplýstur um gang mála á næstunni. Ekki er þó vitað hvenær vatnið muni standast ítrustu gæðakröfur á ný. „Nýjustu upplýsingar liggja hreinlega ekki fyrir. Nú ef eitthvað breytist til hins verra þarf að setjast aftur niður og koma með nýjar leiðbeiningar,“ segir Þórólfur. Þá segir Þórólfur mikilvægt að halda því til haga að saurgerlar sem valda sjúkdómum hafi ekki greinst í dreifikerfinu.Máli sínu til stuðnings skálaði hann í kranavatn við ólétta fréttakonu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hætt að sjóða vatnið á Landspítalanum Mælt hafði verið með því að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga vegna jarðvegsgerlamengunar í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu. 16. janúar 2018 12:54 Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Vegna jarðvegsgerla sem fundust í sýni í Reykjavík og tilkynnt var um í gær. 16. janúar 2018 10:55 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hætt að sjóða vatnið á Landspítalanum Mælt hafði verið með því að sjóða vatn fyrir viðkvæma einstaklinga vegna jarðvegsgerlamengunar í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu. 16. janúar 2018 12:54
Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15
Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Vegna jarðvegsgerla sem fundust í sýni í Reykjavík og tilkynnt var um í gær. 16. janúar 2018 10:55