Primera telur sig ekki eiga í kjaradeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2018 14:44 Farþegaþota frá Primera Air. Vísir Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. Greint var frá því í dag að Flugfélagið Primera Air hafi ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hafi boðað til. Í Morgunblaðinu var haft eftir skrifstofustjóra hjá Ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins væri fordæmalaust. Í yfirlýsingu frá Primera Air vegna málsins segir að Primera Air telji ríkissáttasemjara ekki hafa lögsögu í því máli sem til hans var vísað. Flugfélagið starfi ekki á íslenskum vinnumarkaði. „Flugliðar um borð í flugvélum félagsins eru ekki meðlimir í Flugfreyjufélagi Íslands og hefur Flugfreyjufélagið því ekki umboð til að semja fyrir þeirra hönd. Að auki eru umræddir flugliðar ekki í ráðningarsambandi við Primera Air svo félagið getur þar af leiðandi að sjálfsögðu ekki samið um kjör þeirra. Flugliðarnir eiga þar að auki ekki í kjaradeilum við Primera Air eða aðra,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins. Segir flugfélagið að ríkissáttasemjari hafi ítrekað verið upplýstur um að Primera Air myndi ekki mæta á boðaða fundi. Félagsdómur dæmdi verkfall Flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar. „Kjósi Flugfreyjufélagið að halda málinu til streitu mun Primera Air sækja málið fyrir Félagsdómi líkt og fyrr enda telur félagið Flugfreyjufélag Íslands og Alþýðusamband Íslands vera að misnota hið mikilvæga tæki vinnumarkaðarins sem verkfallsrétturinn er.“ Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Forsvarsmenn Primera Air segir að ekki sé til nein kjaradeila á milli flugfélagsins og Flugfreyjufélags Íslands sem boða þurfi sáttafund til þess að leysa úr. Greint var frá því í dag að Flugfélagið Primera Air hafi ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hafi boðað til. Í Morgunblaðinu var haft eftir skrifstofustjóra hjá Ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins væri fordæmalaust. Í yfirlýsingu frá Primera Air vegna málsins segir að Primera Air telji ríkissáttasemjara ekki hafa lögsögu í því máli sem til hans var vísað. Flugfélagið starfi ekki á íslenskum vinnumarkaði. „Flugliðar um borð í flugvélum félagsins eru ekki meðlimir í Flugfreyjufélagi Íslands og hefur Flugfreyjufélagið því ekki umboð til að semja fyrir þeirra hönd. Að auki eru umræddir flugliðar ekki í ráðningarsambandi við Primera Air svo félagið getur þar af leiðandi að sjálfsögðu ekki samið um kjör þeirra. Flugliðarnir eiga þar að auki ekki í kjaradeilum við Primera Air eða aðra,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins. Segir flugfélagið að ríkissáttasemjari hafi ítrekað verið upplýstur um að Primera Air myndi ekki mæta á boðaða fundi. Félagsdómur dæmdi verkfall Flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar. „Kjósi Flugfreyjufélagið að halda málinu til streitu mun Primera Air sækja málið fyrir Félagsdómi líkt og fyrr enda telur félagið Flugfreyjufélag Íslands og Alþýðusamband Íslands vera að misnota hið mikilvæga tæki vinnumarkaðarins sem verkfallsrétturinn er.“
Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45 Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56
Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra boðaða sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. 18. janúar 2018 06:45
Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52